Á þetta að vera log (tuglogri) eða ln (nátturulegi logri)?
(Ástæðan fyrir því að ég spyr er að stundum er nátturulegur logri táknaður log).
Annars er það sem þú gerir að:
log(x) - 2*log(2) = -1
Færir 2*log(2) yfir:
log(x) = 2*log(2) - 1
Ef þetta er toglogri setjur báðar hliðar sem veldisvísi af 10.
10^(log(x)) = 10^(2*log(2) - 1)
10^ log(x) = x, svo
x = 10^(2*log(2) - 1)
Nú notaru velda- og lograreglur til að einfalda hægri hlið:
x = 10^(2*log(2))*10^(-1)
x = 10^(log(2^2))*10^(-1)
x = 10^(log(4))/10
x = 0.4
Ef þetta er nátturulegur logri gengur þetta nákvæmlega eins fyrir sig, nema að þú setur báðar hliðar sem veldisvísi af e.
Logri af x (nátturulegi logrinn) er skilgreindur sem heildið af (1/t dt) frá 1 og upp í x.
Ef menn ætla að heilda fallið (1/t dt) frá 0 eða neikvæðri tölu rekast þeir á vegg, því að fallið 1/t er ekki skilgreint í 0.
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“