Eðlisfræðin í MH er mjög góð að mínu mati. Kenndir eru 6 áfangar fyrir nátturufræðibraut:
Eðl 103: Grunnur í aflfræði og bylgjufræði. Frekar óspennandi eftirá en léttur grunnáfangi, eitthvað sem maður verður að taka til að skilja rest. Er með lokaprófi.
Eðl 203: Rafeðlisfræði. Ekki mitt uppáhalds svið í eðlisfræði, en það er kannski bara ég. Rafsvið og segulsvið, rafrásir og allir íhlutir í rafrásum eru umfjöllunarefni áfangans. Er með lokaprófi.
Eðl 213: Afstæðiskenningin og viðbótar aflfræði. Snilldar áfangi, farið í sértæku afstæðiskenninguna fyrri hluta annarinnar og flóknari atriði snúningshreyfingar seinni hluta annarinnar (hverfitregðu, hverfiþunga, kraftvægi osfv.). Bæði skemmtilegur og gagnlegur. Er með 2 lokaprófum utan próftöflu, betra prófið gildir 75% af lokaprófseinkunn og hitt 25%.
Eðl 223: Atóm- og kjarneðlisfræði. Líka mjög áhugaverður, farið í grunnhugmyndir skammtafræði, þróun atómlíkansins og slíkt. Þegar líður á önnina er farið í kjarneðlisfræði, þe. geislavirkni, mismunandi gerðir hrörnunar og slíkt. Ekkert lokapróf, en lokaverkefni sem felst í því að setja upp vefsíðu um eitthvað atriði tengt námsefninu.
Eðl 233: Stjarneðlisfræði. Auðveldur og skemmtilegur áfangi. Farið í gang himintunglana, eðlsfræði sólstjarna og þróun þeirra, nifteindastjörnur, svarthol og slíkt og síðan er önnin enduð á umfjöllun um heimsfræði (þe. hvernig alheimurinn kann að líta út á stórum skala). Ekkert lokapróf en lokaritgerð.
Eðl 353: Bara samansafn af atriðum sem eru gagnleg og/eða áhugaverð. Byrjað á að kenna um Bernoulli jöfnuna (mjög mikilvæg í öllu í sambandi við vökva- og loftflæði), síðan er farið í skammtafræði (jöfnu Schrödinger og óvissulögmálið). Síðan er farið í að kenna hvernig er hægt að búa til einföld tölvulíkön til að leysa verkefni sem erfitt er að leysa með venjulegum reikningi. Lokapróf utan próftöflu, með sama fyrirkomulagi og í eðl 213.
Kennararnir í eðlisfræði eru 3:
Einar: besti kennari sem ég hef verið hjá, mjög góður í að útskýra námsefnið, hjálplegur og almennt alger meistari.
Vésteinn: mjög góður kennari, þó einhverjir kunni að vera ósammála mér. Það tekur smá tíma að læra inná hvernig hann kennir (tók mig td. allan eðl 203), en ef þú hefur gaman af námsefninu og ert sæmilega klár þá er hann með betri kennurum, því hann fer oft í flóknari atriði bakvið námsefnið. Það kann að rugla þá sem kunna ekki mikið í faginu en er mjög hjálplegt fyrir þá sem meira kunna.
Ásgeir: Hef aldrei verið hjá honum, en af því sem mér er sagt er hann alls ekki góður. Reyndu að skipta um hóp ef þú lendir hjá honum.
Ég tók alla þessa áfanga og sé alls ekki eftir því, enda fór ég líka í eðlisfræði í HÍ og finnst ég vera mjög vel undirbúinn.
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“