Svona fóru keppnir sem FG háði í Morfís í fyrra:
FG - Tækniskólinn 3 - 0
Sannfærandi sigur á öllum dómblöðum.
FG - FS 2 - 1
Að frádregnum refsistigum þá stóðu leikar þannig að einn dómari dæmdi FG 34 stiga sigur, annar 9 stiga sigur og svo dæmdi sá þriðji FG 5 stiga tap. Sem sagt tæpt var það en sigur þó án þess að til 2-1 reglunnar kæmi.
FG - MH 1 - 2
Að frádregnu refsistigi sem var einungis 1 MH megin fóru dómar þannig að einn dómari dæmdi FG 30 stiga sigur, annar dómari dæmdi MH 4 stiga sigur og sá þriðji MH 1 stiga sigur. Aftur fór það svo að 2-1 reglunni þurfti ekki að beita heldur fóru úrslit eftir stigafjölda og í þetta skiptið FG í vil.
FG -
Verzló 1 - 2
Aftur var það þannig í viðureign Verzló og FG að eitt lið hlaut 1 refsistig en það var Verzló. Þá stóðu dómar svo að einn dómari dæmdi Verzló 42 stiga sigur, annar dómari dæmdi Verzló 7 stiga sigur og sá þriðji dæmdi FG 6 stiga sigur. Þá loks var FG fellt úr keppni og enn og aftur var 2-1 reglunni ekki beitt heldur réði stigafjöldi liða úrslitum.
Það má margt segja um lið FG og þessar keppnir en það verður ekki frá þeim tekið að þeir tóku út tvo af sigurstranglegustu skólunum á þessu keppnistímabili í gífurlega jöfnum en skemmtilegum keppnum og töpuðu svo fyrir mesta ræðuveldi Morfíssögunnar en Verzló eins og flestir vita hampa flestum sigrum í Morfís. Að endingu vil ég benda á að jafntefli er fátítt í Morfís sökum þess hve flókin stærðfræðisúpa dómblaðið er en þá vil ég taka fram að talnagleggri og Morfísreyndari menn en ég segja að dómarar geri sér oft ekki grein fyrir hvoru liðinu þeir dæmi sigur þegar það munar minna en 10 stigum. Ákveði nú hver fyrir sig hvort FG hafi eða hafi ekki verðskuldað sigrana.
Fyrir mitt leyti segi ég áfram FG sem nemandi við Fjölbraut í Garðabæ og litli bróðir Jakobs, stuðningsmanns FG.
E.s. Ég er að sjálfsögðu bullandi hlutdrægur. :)
Bætt við 5. desember 2010 - 01:29 Sé það núna að það sem ég birti virðist koma dálítið út úr samhengi en þetta átti að vera svar við eftirfarandi:
En þau skora engu að síður hátt, þó þau hafi reyndar í fyrra unnið báðar keppnirnar sem þau unnu á bara einum dómara af þremur.