Sviginn merkir fyrst og fremst forgangsröðun aðgerða, þannig að ef þú átt að leysa a+(b+c) er átt við að þú eigir að reikna fyrst b+c og leggja svo saman þá útkomu við a. Því væri eðlilegast að reikna þetta dæmi svona: (1+2)^2 = 3^2 = 9. Ef um bókstafsreikning er að ræða (algebru) getur þetta átt við um liði sem ekki er hægt að taka saman (1+x)^2 og þá er ekki hægt að reikna frekar. Hins vegar væri hægt að setja fyrir það verkefni að liða sem þá fælist í því að reikna upp úr sviganum með eftirfarandi hætti og taka saman líka liði: (1+x)*(1+x) = 1 + x + x + x^2 = 1 + 2x + x^2. Með því að setja x=2 fæst sama niðurstaða og fyrst, eins og ætla mátti. Ein rúmfræðileg túlkun á þessari jöfnu er eftirfarandi: Látum ABCD vera horn fernings og skiptum strikunum AB og CD í tvennt þannig að annað strikið er af lengd a og hitt af lengd b. Skiptum sömuleiðis strikum BC og DA í tvennt þannig að annað strikið er af lengd a og hitt af lengd b. Þá höfum við fjóra rétthyrninga inn í ferningnum ABCD sem hafa flatarmálin a^2, b^2, ab og ba. Þannig sést að flatarmál ABCD er samanlagt flatarmál minni ferninganna, nefnilega F(ABCD) = a^2+2ab+b^2. Þetta ætti að útskýra hvers vegna við fáum aldrei út úr þessari jöfnu a^2+b^2, enda samanlagt flatarmál ferninga með hliðarlengdir 2 væntanlega 8 en flatarmál fernings með hliðarlengd 4 er 16. Teiknaðu þetta endilega upp og glöggvaðu á þessari hugsun. :)