Lærðu bara það sem þig langar að læra og hefur áhuga á í menntaskóla og njóttu þess.
Þú munt hafa nóg tíma og tækifæri til að læra sálfræði og skildar greinar í háskóla, ef þú skráir þig í sálfræði.
Ef þú vilt undirbúa þig vel fyrir háskólanámið, þá held ég að stærðfræði og þá sérstaklega tölfræði komi að góðu gagni. Mér skilst að tölfræðin vefjst fyrir mörgum í sálfræði og því gott að hafa smá forskot. Aðrir stærðfræði áfangar hjálpa þér að ná stærðfræði hugsunargangi og námsaðferðum og þannig sem gagnast þegar þú þarft að læra tölfræði í sálfræðináminu í háskóla.
Ef þú getur tekið auka íslensku og/eða ensku sem eru ekki bókmenntaáfangar, heldur málnotkun, eða ritgerðarsmíð, eða eitthvað í þeim dúr þá gæti það verið mjög gagnlegt líka (endilega taktu samt bókmenntaáfanga ef þú hefur áhuga á því).
—
Annars er það örugglega rétt sem Carpe segir.
Það er engin vöntun á sálfræðingum og það er örugglega ekki að fara að vera það næstu árin, þannig að hvað varðar atvinnumöguleika þá er sálfræði nám ekkert sérlega sterkur leikur, en svo sem ekkert verri heldur en margt annað heldur.