Stærðfræði 103
Sælir Hugarar. Þannig er mál með vexti að það stefnir allt í fall hjá mér í STÆ 103. Ég er í STÆ 103 bókinni eftir Jón Þorvarðarson, og vegna lélegs skipulags kennara eigum við rúmlega 6 kafla eftir af bókinni, og 4 vikur eru til prófs. Ég náði ekki góðum tökum á því sem við erum búin að fara í, s.s. jöfnur, bókstafareikningur og slíkt. Einkunnin mín á lokaprófi í grunnskóla var 8, svo ég ætti alveg að geta þetta, mér bara finnst ég ekki ganga nógu vel hjá þessum kennara. Ég ætla að reyna að sitja sveittur fram að prófi og læra, en þar sem ég skil kennarann minn ekki þá fæ ég ekki mikla hjálp frá honum. Einhverja hjálp er hinsvegar að finna heima fyrir. En nú spyr ég ykkur, er eitthvað sem ég ætti að leggja sérstaka áherslu á fyrir prófið, eitthvað sem ég þarf að kunna alveg upp á 10? Vilduð þið vera svo væn :D