Nei, þetta innan gæsalappa er bara vegna þess að fólk hefur fengið þessa leiðréttingu svo oft þegar það notar aðferðir sem er ekki búið að fara í í áfanganum til að leysa dæmi.
Þetta er sannað fyrir jákvæðar heiltölur með einfaldri þrepun, fyrir neikvæðar heiltölur með því að setja (d/dx)x^n sem (d/dx) 1/x^-n og reikna sig út frá því. Þetta er sannað fyrir ræðar tölur með því að nota diffrun andhverfra falla, sem er sönnuð í 4 línum út frá skilgreiningu á diffrun.
Ég hef hinsvegar ekki séð mjög „elementary“ aðferð til að sanna þetta fyrir allar rauntölur, ég geri mér fullvel grein fyrir því að það er ekki svo mikið mál að sanna þessa reglu ef maður notar öflugri reikniaðferðir en skilgreiningu diffrun.
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“