Jæja… Var að fletta í gegnum vefinn og rakst á þennan þráð. Sá mig eiginlega knúinn til að svara þessu. Þú virðist haldinn eitthverjum ranghugmyndum.
Ég er í viðskiptafræði í HÍ og útskrifaðist af náttúrufræðibraut í framhaldsskóla. Ef þú stefnir á viðskiptafræði mæli ég eiginlega frekar með náttúrufræðibraut heldur en ‘Viðskipta- og hagfræðibraut’ (eða hvað þetta kallast). Almennt er meiri stærðfræði í náttúrufræðibrautum heldur en hinu, sem getur komið sér vel (ekki það að stærðfræðin í viðskiptafræði sé mjög flókin). Aftur á móti veit ég að fólk sem útskrifaðist af félagsfræðibraut átti sumt í erfiðleikum með stærðfræðina. Einnig sýndist mér eiginega að það sem kennt var í viðskiptafræðibrautum hafi verið tekið nokkuð vel fyrir á fyrsta árinu uppi í háskóla. Þ.a. þú missir væntanlega ekki af neinu. Hins vegar gæti verið gott að taka áfanga í bókfærslu eða sambærilegu ef þú hefur t.d. eitthvað val sem þú getur notað.
Önnur ástæða fyrir því að ég mæli með náttúrufræðibraut er að þér gæti snúist hugur. Það eru margir sem skipta um skoðun eftir 4 ár í framhaldsskóla og ákveða að velja eitthvað annað þegar kemur að útskrift. Þá er náttúrufræðibraut sú braut sem heldur flestum dyrum opnum, hvort sem þig langar í lækninn, sagnfræði eða eðlisfræði.
En svona til að svara spurningunni. Nei, þú ert ekki ‘doomed’ ef þú útskrifast af náttúrufræðibraut og vilt fara í viðskiptafræði. Og nei, það er alls ekki of erfitt. Ég veit ekki hvaða vitleysingur hefur sagt þér það…
Vona að þetta hafi hjálpað.
Don't argue with idiots. They drag you down to their level and beat you by experience.