Ég tók greiningu 1A og 2A.
Stærðfræði greining 1A er miklu betri en 1B (algjörlega hlutlaus :D).
En ef þú ert í eðlisfræði þá er orðið á götunni að best sé að vera í greiningu 1A og skipta svo í 2C eftir jól.
Stærðfræði greining 1A er ekki eins erfið og heyrst hefur,
ef þú vinnur jafnt og þétt yfir veturinn.
Stærðfræðigreinig 1A er einn skemmtilegasti áfánginn, fyrir utan mengi og firðrúm, sem hægt er að fara í.
Þetta var fyrsta skipti sem að ég var að gera einhverja alvöru stærðfræði, þ.e. sannanir en ekki bara stinga inn í formúlur.
Þetta opnaði allveg fyrir mér hvað stærðfræði er virkilega awesome.
Bara svo að það sé á hreinu þá er byrjað algerlega upp á nýtt í greiningu 1A.
t.d. þú lærir markgildi, að diffra og að heilda allveg upp á nýtt.
Besta ráðið sem að ég held að ég geti gefið er eftirfarandi:
Gleymdu öllu sem þú kannt um markgildi.
Fylgstu VEL með þegar farið er í þetta hugtak í byrjun annarinnar, þú verður að vera með þetta hugtak allveg á hreinu,
þ.e. kunna allar skilgreiningar utan að og fynnast epsilon-delta sannanir vera það einfaldasta í heimi.