Ég gerði það núna í haust, gæti alveg mælt með því ef þú gerðir það ekki af sömu ástæðu og ég, ég skipti því ég var komin með námsleiða. En þetta er snilld ef þú lendir í góðum bekk og félagslífið er held ég aðalkosturinn :S
Annars lengir þetta námið (ef ég held mig við þetta sem ég stórlega efa að ég geri) allavega hjá mér ætlaði að útskrifast núna í vor en bæti við einu ári með því að skipta í menntaskóla, frekar fucked pæling en whatever.
Á meðan þú ert til í að breyta mjög mikið til er þetta ábyggilega alveg fínn kostur. Mér finnst reyndar bögg hvað ég fékk lítið metið, var t.d. með kennara sem voru að kenna í þessum skóla sem ég er núna, nákvæmlega sömu bækur og efni en greinilega ekki nóg.
Ef þú gerir þetta mæli ég hins vegar sterklega með því að þú gerir það ekki því þú sért með námsleiða og reynir að setja þig í gírinn fyrsta dag því þetta er eiginlega eins og grunnskóli, nema erfitt (án djóks, bjalla (allavega hér) og læti).
Gangi þér vel :)
þetta var, vel gert