Ég tók tölvunarfræði í HR - Mér líkaði við áfangana og kennarana. Margir fræðilegir og verklegir áfangar. Bjóða upp á skiptinám og internship til Bandaríkjana sem er frábært tækifæri.
Mikið af vísinda verkefnum sem er hægt að taka þátt í, tengt gervigreind, málfræði o.sfv.
Það er dýrara að ganga í HR, en ef þú stendur þig vel kemstu í forsetalistann sem gefur þér næstu önn frítt.
Einnig voru skólagjöldin í HÍ að hækka og ef þú vinnur part-time job með skóla getur stéttarfélagið borgað allt að 60.000 upp í önnina.
Ég hef litla reynslu af HÍ en ég hef heyrt að hann sé meira fræðilegur heldur en verklegur.
Ég vona að mín skoðun hjálpi þér að velja réttan skóla þó svo það verði HR eða HÍ.