Í fjórða bekk er eini munurinn í lesinni stærðfræði. Nát 2 fer þá ögn grynnra í fræðilega hlutann, en jafn mikið í hagnýta hlutann.
Í fimmta bekk er sami munur á brautunum og í fjórða bekk.
Í sjötta bekk helst munurinn í stærðfræði, en við bætist að Nát tvö tekur 6 einingar í Eðlisfræði, en Nát 2 fær 6 einingar í frjálst val í staðinn.
Ef þú velur Nát 2 í fjórða bekk verðurðu að halda þig á Nát 2 í fimmta og sjötta bekk, en ef þú velur Nát 1 í fjórða bekk hefurðu val um að fara á Nát1, Nát2, Eðl1 eða Eðl2 í fimmta og sjötta bekk.
Mér þykir skynsamlegast að velja Nát 1 í fjórða bekk og sjá þá hvort maður hafi áhuga á stærðfræðinni og eðlisfræðinni. Held það sé of snemmt að ákveða það í þriðja bekk. Auk þess er gott að geta valið um fjórar deildir í stað þess að skuldbinda sig við eina. Það er líka auðvelt að fara af Nát1 yfir á Nát2 en mun erfiðara að skipta af Nát2 yfir á Nát1 ef manni snýst hugur.
Oft heyrir maður að Nát 1 hafi ekkert val, en það er vitleysa, þú getur farið í valfög sama hvaða braut þú ert á. Munurinn er bara sá að á 2-brautum þarftu að taka 6-9 einingar í val en á 1-brautum þarftu ekki að taka val frekar en þú vilt. Ég tók til dæmis sálfræðival þó ég hafi útskrifast af Nát1.
Vona að þetta hafi hjálpað.
Kveðja
-Nýstúdent af Nátt 1