Guð má vita. Það eina sem ég veit er að þetta er mín reynsla úr MR og með hliðsjón af því að hann er einn vanafasti skóli landsins þá finnst mér ólíklegt að þetta hafi breyst mikið. 1 ár síðan ég kláraði.
En fyrir utan það, þá eru ritgerðir og stílar náttúrulega það sem maður gerir í íslensku í 3. bekk. ásamt málfræðinni, sem hentar líka vel. Í 5. og 6. bekk er síðan farið í bókmenntir og sögu og ritgerðirnar ekki margar en þeim mun fleiri fyrirlestrar kannski.
Alla vega, ég hef ekkert út á þetta að setja, þetta var snilldarundirbúningur sem ég fékk í þessum skóla.