Það er engu að síður fjarri því að það sé bara tilfinning hvort mál séu skrifuð eins og þau eru töluð, þótt við séum auðvitað vön því að skrifa “rétt” það sem við segjum. Þeim mun samhengisháðari (
http://www.youtube.com/watch?v=FydHpyoGX0c) sem framburður hljóða er, og þeim mun meira sem er um óframborna orðhluta, þeim mun ólíkara verður talmálið ritmálinu. Ég kann svosem ekki frönsku, svo ég veit jafn lítið um hana og mér hefur verið sagt, en spænska er til dæmis mál sem er nánast alveg eins talað og skrifað. Enska er mun fjölbreyttara hvað það varðar, enda sett saman úr fjölda annarra tungumála. Latneski hluti þess er væntanlega heldur “orðheldinn”, sá franski kannski síður svo.