Já það er mikið að læra en það er samt alveg þess virði.
Maður hefur víst engan tíma í vinina og svona.
Það er ekki satt. Rétt væri að segja að maður hefur aðeins minni tíma fyrir vinina heldur en maður hefði ef maður hefði farið í einhvern annan skóla. Svo eignast maður líka vini í bekknum sem maður lendir í (Nema þú sért mjög lokuð týpa sem vingast erfiðlega við fólk, ef svo er þá svekk fyrir þig). Þetta er basically eins og að hanga með vinunum allan daginn nema bara þú þarft að læra 5-8x40 mínútur á dag.
Ég veit líka ekki með þig, en mér finnst gaman að læra um hvernig hlutirnir eru og voru. Sum fög (t.d. danska) finnst mér reyndar leiðinleg en ég læt mig hafa það og legg mig bara nógu mikið fram til þess að ná.