Ég er á Verslunarbraut í Borgarholtsskóla og líkar það gríðarlega vel. Ég mæli með því að þú takir VH brautina þar :) Þessar 2 brautir vinna mjög mikið saman þannig =)
Skilda er veit ég að taka VIÐ143 (Lögfræði), BÓK103, HAG103 og HAG113 (103 - Rekstrarhagfræði, 113 - Þjóðhagfræði). Síðan færðu slatta frelsi í kjörsviðunum til að velja þér viðskipta- og hagfræðigreinar.
Ég tek mitt stúdentspróf líklega svona:
BÓK - 103-203-213-303
HAG - 203-213
VIÐ - 113-123-153-223
Kosturinn við að taka Verslunarbrautina í BHS líka, er sá að þar er smá auka af áföngum, eins og SAÞ103 (Samskipti og Þjónusta) og ég held að hver einasti maður sem er að fara á svona braut hafi gríðarlega gott af því að taka áfanga eins og VVÖ (Vinnu- og vörumarkaður), ég lærði mikið af þeim og maður fær eiginlega víðtækusta skilninginn á viðskiptafræðinni í gegnum hann, eða það finnst mér. ;)
Tók bara BHS sem dæmi þar sem þú nefnir ekki í hvaða skóla þú vilt fara :)