Flestir tíundu bekkingar vilja í Versló
Nám Verzlunarskóli Íslands er eftirsóttur hjá tíundu bekkingum ef marka má forkönnun menntamálaráðuneytisins.
Nám Verzlunarskóli Íslands er eftirsóttur hjá tíundu bekkingum ef marka má forkönnun menntamálaráðuneytisins. Alls setti 451 nemi skólann í fyrsta sæti en 184 í annað sæti, samanlagt 635 nemendur. Verzlunarskólinn hefur 308 pláss fyrir fyrsta árs nema. Ef lagt er saman fyrsta val nema í framhaldsskólana á höfuðborgarsvæðinu og borið saman við fjölda plássa kemur í ljós að 2.834 setja skóla á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sæti, en plássin þar eru 2.621 og munar þar rúmlega 200. Sigurbjörg Jóhannesdóttir, sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu, segir skýringuna meðal annars vera umsóknir nema utan af landi. Verið sé að leita leiða til að koma til móts við óskir tíundu bekkinga, hugsanlega verði fjármagn flutt á milli skóla. Á landsvísu eru nægilega mörg pláss í framhaldsskólum fyrir tíundu bekkinga.
Nemendur máttu velja tvo skóla en umsóknirnar eru ekki bindandi enda fylgdu ekki einkunnir með, tilgangurinn var að kanna dreifingu umsókna í skóla. Tíundu bekkingar geta svo breytt umsókninni í júní eða látið hana standa.
Á höfuðborgarsvæðinu eru fæstar umsóknir í Framhaldsskólann í Mosfellsbæ, 18 velja hann í fyrsta sæti, 24 í annað en rúm er fyrir 100 nemendur þar. 39 settu Fjölbrautaskólann við Ármúla sem fyrsta val en 140 sem annað en hann tekur við 180 nemendum. Þeir eru einu skólarnir á höfuðborgarsvæðinu sem færri nemendur velja en pláss er fyrir. - sbt
Hvaða skóla sóttuð þið um?
Bætt við 4. maí 2010 - 17:42
http://i40.tinypic.com/2052fjq.png
Hérna er fréttin
If writers wrote as carelessly as some people talk, then adhasdh asdglaseuyt[bn[ pasdlgkhasdfasdf.