Veit að ég leitaði fáranlega mikið að glósum fyrir jarðargæði bókina, en endaði á því að þurfa að glósa allt sjálfur.

endilega hendið þessu á einhverja blogg síðu eða eitthvað til að það verði svo auðveldara að ná í þetta í framtíðinni!

KAFLI 2

Staðfræðikort beina athyglinni að sem nákvæmastri staðsetningu fyrirbæra, áttum, fjarlægðum osfrv
Þemakort fjalla um eitt ákveðið viðfangsefni sem er skilgreint mjög ítarlega.


Staðarákvörðunarkerfi:
Tengslastaðsetning (Flateyri, Vestfirðir, Önundarfjörður, Ísland): verður alltaf víðtækara og víðtækara
Fullnaðarstaðsetning (66°02 n.br. og 23°30.v.l.): Nákvæm staðsetning

Kortavörpun: Færir hnöttótt yfirborð jarðar á sléttan flöt (kort). Stærðin samt ekki rétt vegna lögunnar

Mælikvarði: Segir til um hlutfall milli raunverulegra vegalengda og á kortinu. Hægt að gera það
a) með setningu, dæmi: 1 cm á kortinu samsvarar 1 km á landi
b) með broti, dæmi: 1/100.000 - einn cm á korti = 100þús cm í raunveruleika
c) með mállínu, dæmi: teiknað inná blaðið

Yfirfærsla: Yfirborð jarðar fært á kort og mikilvægustu atriði tekin fram en minni atriði sjást ekki á kortinu
a) Val og öflun upplýsinga (hvað, hvar hvenær)
b) flokkun fyrirbæra
c) einföldun. Ýmsu er sleppt eða einfaldað
d) Ýkjur. Lítil ‘mikilvæg’ fyrirbæri sem ætlunin er að sýna (t.d. byggingar) stækkuð
e) Táknsetning. Velja tákn við hæfi sem segir til um hvort þetta sé mannvirki, vatn eða fjall.


Hæðarmunur: Tvær aðferðir til að sýna hæðarmuni á korti.
a) á óákveðinn hátt: Mishæðir ýktar og dregnar fram - ónákvæm aðferð
b) á ótvíræðann hátt: Hæðartölur og hæðarlínur - nákvæmari aðferð


Þversnið: landið skorið í sundur - landakort með hæðarlínum nauðsynlegt - punktar á x-ás færðir inn og línur dregnar á milli


























KAFLI 3

Miklihvellur - Kenningin um miklahvell er þannig að fyrst var þéttur, glóandi eldhnöttur.
Eldhnötturinn fór að þenjast út líkt og sprengingu (BIG BANG)
Rafeindir fóru að mynda frumefni
EDWIN HUBBLE - 15 MILLJARÐIR ÁRA SÍÐAN
MIKLIHVELLUR ER EKKI UM JÖRÐINA, HELDUR HEIMINN!

Sprengistjörnur - Stórar stjörnur falla hratt saman undan þyngd og springa, úr þeim kemur ryk og er það kallað stjörnuryk.
Stjörnuryk myndar málma og frumefni.
Við erum gerð úr frumefnum -> við erum gerð úr stjörnuryki.

Sólkerfið - vita einkenni (1 á stjörnu)
Jörðin 1 af 8 reikistjörnum
Merkúr, Venus, Jörðin og Mars eru úr bergi
Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus eru úr gasi

MERKÚR - hitastig sveiflast úr MIKLUM hita í MIKINN kulda
VENUS - hitastig um 470°C við yfirborð, rignir brennisteinssýru (fkn sick!?)
JÖRÐIN - haf þekur 71% jarðar. Landrek og segulsvið (pólarnir)
MARS - rautt yfirborð, talið að Mars gæti hafa verið eins og jörðin einu sinni (vatn og andrúmsloft) - mikið af sandstormum
Júpíter - langstærsta reikistjarnan, að mestu úr vetni. Rauði bletturinn er háþrýstisvæði - 4 tungl
Satúrnus - gaspláneta, 30 tungl - Títan er stærst.
Úranus - Líkist Júpíter og Satúrnus, snýst á hlið og mikið af metan
Neptúnus - nánast eins og Úranus, tvíburar, Eini munurinn er að Neptúnus snýst venjulega



Tunglið - Kenningin er að stór hnöttur (mars líklega) hafi rekist á Jörðina og hluti af Jörðinni hafi myndað tunglið.
Dökk höf úr hraunum - Ekkert andrúmsloft og ekkert segulsvið

Samspil jarðar og tungsl bls 64-65 - flóð og fjara
Þegar sól, tungl og jörð eru í beinni línu verður stórstreymt. Vegna þess að sólin og tunglið draga að sér vatn úr sitthv. átt

möndulhalli jarðar - 23,5° líklega vegna áreksturins við myndun tunglsins.
Það þýðir að árstíðir og mikið veðurfar í heiminum er orsakað af þessum halla! Enginn halli: Alltaf eins hitastig og svona:o!























KAFLI 4

Samband fjöldaútdauða og jarðsögutöflunnar (72 og 171)
Fyrsti fjöldaútdauðinn var á fornlífsöld - Ordóvisíum (blómaskeið graftólíta + fiskar koma fram). Ástæða: Ísöld

Annar fjöldaútdauðinn var á fornlífsöld - Devon (blómaskeið fiska + handuggar brölta á land). Ástæða: Kreppa í lokin

Þriðji fjöldaútdauðinn var á fornlífsöld - Perm (skriðdýr breiðast út, Pangea meginlandið myndast). Ástæða: Kreppa í lokin

Nánast öll dýr í heiminum dóu í lok Perm, en þá byrjaði einmitt ný heimsöld eða Miðlífsöld. Spendýr og heitt loftslag

Fjórði fjöldaútdauðinn var á miðlífsöld - Trías (fiskeðlur, spendýr og flugeðlur). Ástæða: kemur ekki fram.

Fimmti og síðasti útdauðinn var á miðlífsöld - Krít (N-Atlantshaf opnast, hlýtt loftslag, risaeðlur deyja út). Ástæða: gos

Síðasti útdauðinn færði miðlífsöld yfir á núlífsöld, sem hófst fyrir 65. milljónum ára.

Umhverfisvandamál tengd manninum: Eyðing vistkerfa og búsvæða lífvera (skógar og votlendi), breyting á loftslagi og mengun

Þrjú viðhorf umhverfissiðfræðinnar:
a) Mannhverft er pælt í manninum, ekki öðrum lífverum því að við ráðum yfir náttúrunni. Veik og sterk viðhorf.
b) Lífhverft er pælt í dýrum, maðurinn er ekki æðri dýrum og við eigum sama rétt. Ættum ekki að misnota valdið okkar
c) Visthverft er pælt í vistkerfum og tegundum. Gæta frekar að hagsmunum heildarinnar (manna+dýra) heldur en bara manna.
Sjálfbær þróun er þróun sem fullnægir þörfum samtíðarinnar án þess að skerða þróun framtíðarinnar. Endurvinnsla og svona.
Ekki taka of mikið frá jörðinni, leyfa jörðinni að endurnýja sig (með hjálp frá okkur)
Nýta auðlindir án þess að menga eða spilla umhverfinu á annan hátt
Þú hefur ekki landið til eignar frá foreldrum þínum, þú ert með það að láni frá börnunum þínum



























KAFLI 5

Neðst í lofthjúpnum er veðrahvolfið. Í veðrahvolfinu er 95% veðurs. 0,65°C hitalækkun á 100 metra upp
Svo er heiðhvolf sem kennt er við heiðan himin. Veðrahvörf eru neðst (11km) svo í 32km hæð kemur hitahækkun. Ósonlagið þétt
Miðhvolfið. Hitinn lækkar með hæð og ósonmyndun er í 30-80km hæð. Heiðhvörfin eru á 47km hæð, 0°C.
Hitahvolfið er heitast og lengsta hvolfið. 80km-600km hæð. Hitahækkun með hæð og nokkur hundruð gráður efst. N-ljós 80-250km

Verndaráhrif lofthjúps
Lofthjúpurinn vendar jörðina, hann er 600-1000km þykkur (hár). Hann verndar lífverur jarðar fyrir skaðlegum geislum.
Lofthjúpurinn dregur frá varmaútgeislun, en ef við værum ekki með lofthjúp væri yfirborðshiti jarðar -16°C og ekkert líf!!!!

Gróðurhúsaáhrif - helstu lofttegundir
Helstu loftegundir gróðurhúsaáhrifanna eru koltvíoxíð, metan og hláturgas. Einnig vatnsgufa, klórflúorefni og brennisteins…

Náttúrulegar veðurhvarfsbreytingar - sveiflur kulda og hita
Geta verið miklar en það koma ísaldir, kuldaskeið og hitaskeið af náttúrulegum ástæðum.
AFHVERJU?
Afstöðubreytingar milli sólar og jarðar
Ferð jarðar gegnum geimrykský
Sveiflur í sólargeislun
Eldgos
Breytingar á straumakerfi N-Atlantshafsins, einkum hjá Golfstraumnum


Óson - ósoneyðing
Rio ráðstefnan 1992 og Kyoto bókunin 1997
Súrefni er 20% andrúmsloftsins og óson er óstöðugt efnasamband, líftími þess er dagar/vikur við eðlilegar aðstæður
Óson myndast þegar súrefnisfrumeind og sameind mætast og verða að O3 fyrir tilstuðlan sterkra útfjólublárra geisla
Óson safnast fyrir í 20-30km hæð og myndar ósonlag, sem kemur í veg fyrir að útfjólubláir geisla skaði lífverur jarðar
Klór og bróm valda eyðingu á ósoni, en þessi efni jukust nú með iðnbyltingu aðallega vegna tilkomu klórflúorkolefna

Veður - Allt um veður
Veður er í veðrahvolfi jarðar, hitastig






















KAFLI 6
SELTA SJAVAR
Selta er öll uppleyst efni sem finnast í sjónum, en nánast öll frumefni jarðar koma til greina.
Mesta seltan er í heitum höfum, en selta breytir eðliseiginleikum sjávar (þyngir, breytir hitastigi td)
Natríumklóríð er 78% af salti í sjónum, en það er matarsalt
Upphaflea ferskvatn, saltið er upprunið á landinu en seltan myndaðist þegar lönd mynduðust.
Úrkoma á landi leysir berg og efni komast til sjávar
Jafnvægi, selta hverfur og bætist við jafnóðum. Heit innhöf geta gufað upp og skilið eftir sig salt

STRAUMAR
láréttir straumar: GOLFSTRAUMURINN (vindar uppgufun úrkoma þyngdarkraftur sólar)
lóðréttir straumar: kæling og uppgufun, flytja næringu frá undirdjúpum og súrefni frá yfirb.
El nino er dæmi um lóðréttan straum, en hann er kaldur. Hann eyðilagði mikið af fiskistofni Perú.

MENGUN OG OFAUÐGUN
Skilgreiningin á mengun er að efni berast út í umhverfið í skaðlegum mæli
Ofauðgun er þegar mikið af næringarefnum berast út í sjó, það stuðlar að auknum þörungagróðri sem veldur súrefnisskorti.

Þrávirk, lífræn efni í sjó (PCB efni) – innihalda klór
Flytjast frá miðbaug til póla -> frá heitari svæðum að kaldari svæðum
Koma frá mengun frá okkur sem er hent útí sjó – margvíslegur skaði (krabbamein og ófrjósemi td)



KAFLI 7
Innræn öfl (eldgos jarðskjálftar jarðvarmi fellingafjöll – orsök: stöðug varmamyndun djúpt í jörðu)

Innri gerð jarðar
Möttull er undir jarðskorpunni. 3250°C, efni samt í föstu formi. Hiti hækkar því sem nær dregur miðju.
Kjarni er ytri og innri, ytri endar í 2900 km dýpi en innri nær að jarðarmiðju, 6378km djúpt. Hitastigið er allt að 7000°C

Jarðskorpan – meginlandsskorpan - hafsbotnsskorpan
Jarðskorpan er ysta lag jarðarinnar. Byggð upp af 8 frumefnum, sem eru líka í bergi. Hafbotnsskorpa 6-7km, meginlands 20-70km
Súrefni, kísill, járn, ál, kalsíum, natríum, magnesíum og kalíum.
Bergtegundir jarðskorpunnar eru storkuberg, setberg, myndbreytt berg

Möttull – möttulstrókar – heitir reitir fyrir ofan möttulstróka
Möttullinn er undir jarðskorpunni, allt frá 100km dýpi að 2900km dýpi. Efni í möttulstrók í föstu formi þrátt fyrir hita
Möttulstrókar eru flutningur á heitu efni. Þeir byrja á mörkum möttuls og kjarna og eru m.a. orsök flekareks (myndun landa)
Heitir reitir eru fyrir ofan möttulstróka og þar er mikil eldvirkni og jarðvarmi (ÍSLAND)

Þróun kenninga um flekarek – landrekskenningin, botnskriðskenningin, kenningin um flekarek
Landrekskenningin (ALFRED WEGENER sagði að einu sinni hafi allur heimurinn verið 1 álfa og að jökulruðningur hafi klofið álfurnar í sundur)

Botnskriðskenningin (landrekskenningin endurvakin - bætt við að rek meginlanda og hafsbotnsins er samtvinnað)


Kenning um flekarek -100km þykkir möttulstrókarnir færa þá til
Yfirborð jarðar skiptist í 6 stóra fleka (heimsálfurnar) sem eru um 100km þykkir og færðir til af möttulstrókunum.

ÞRÓUN Á LANDREKI!! - (fyrst allt 1 fleki, 200milljón, 135milljón, 65milljón)
Fyrst er þetta Pangea, brotnar upp í Lárasíu og Gondvanaland sem brotnuðu að lokum í minni búta sem rak í sundur
Pangea sundraðist á risaeðlu blómaskeiðinu.
Norður Atlantshaf myndast og Lárasía og Gondvanaland brotna niður i´minni búta, risaeðlur deyja út og fjöldaútdauði á sér stað

Eldhringurinn kringum Kyrrahafið
80% af virkum eldfjöllum jarðar mynda hring kringum kyrrahafið (asía, s-ameríka & n-ameríka)

FLEKAMÖRK
Flekaskil (skiljast) - Flekar gliðna í sundur, kvika kemur upp í staðinn og flekarnir hlaðast upp. Miðhafshryggir
flekamót (mætast, fjallmyndun) - Flekar mætast, mynda fjöll. Hafsbotn mætir hafsbotni, hafsbotn meginland og meginland x2!
sniðgeng flekamörk - Er eitthvað sem ég nenni ekki að spá í, eitthvað ská dæmi einn fer yfir hinn undir, OMFGAAAAAAAAD

Eldvirkni – yfirlit
Flekaskil, kvika sem hefur bráðnað úr möttlinum grunnt á miðhafshryggjunum
flekamót, hafbotnsfleki sígur niður í deighvelið og berg bráðnar - kvikan storknar neðanjarðar eða brýst fram í eldgosi
heitur reitur, kvika af miklu dýpi





KAFLI 8
Opnun N-Atlantshafsins
Einu sinni voru N-Ameríka og Evrópa sama landið, svo með tilkomu möttulstróksins fyrir 100m ára færðist það í sundur (flekaskil)
og myndaði N-Atlantshafið

Möttulstrókurinn sem er undir Íslandi byrjaði fyrir rúmum 100m ára fyrir ofan Grænland, fór gegnum það og er nú undir okkur.

FÆRIBANDAUPPHLEÐSLA
Þverhryggur, rekbelti, þverhryggur

VITA HVERNIG ISLAND MYNDAÐIST
Ísland myndaðist þökk sé möttulstróknum sem færir upp meiri og meiri kviku sem er búin að mynda Ísland síðustu milljónir ára

REKBELTI OG GOSBELTI – mynd af Íslandi, hvar eru öll beltin?
2 Rekbelti …
Frá Reykjanesi að Langjökli
Frá Torfajökli að Öxarfirði
Frá Suður-Reykjanesi út á haf (REYKJANESHRYGGURINN)
Til norðurs frá Tröllaskaga (KOLBEINSHRYGGUR)

3 gosbelti … eru öll utan við rekbeltin
Frá Torfajökli að Vestmannaeyjum
Á Snæfellsnesi og við Öræfajökul

2 þverbrotabelti … mikil skjálftamyndun 7 ricther
Frá Öxarfirði til vesturs á Kolbeinshrygg og á Suðurlandsundirlendinu



Gosbelti á Vestfjörðum, undir hausnum (breiðfjörður held ég)
Gosbelti á austanverðum Vatnajökli
Rek- og gosbelti er frá suðvesturlandi (RVK) og rennur saman við rek- og gosbelti sem kemur frá Vestmannaeyjum og endar á
norðausturlandi fyrir aftan þúst Akureyri og Húsavík. Það er samt bara gosbelti hjá Eyjum, svo verður það að rekbelti um miðju
Þverbrotabelti er á suðvesturlandi fyrir neðan rek- og gosbeltið (selfoss).
Stóra rek- og gosbeltið heldur áfram norður og fer útfyrir Ísland þar sem m.a. er þverbrotabelti.


Jarðfræðikort af Íslandi – aldur bergs
Aldur bergs á Íslandi er = ysta berg er elst (7-10m), svo yngra og yngra nær sem dregur miðju (2-7m), miðjan er yngst (0-2m)

Gliðnun
Ameríku og Evrasíu flekarnir gliðna í sundur um 2cm á ári, á milli myndast sprunga. Reykjavík t.d. færist lengra frá Höfn.
Spenna byggist upp í berginu áratugum saman, svo losnar spennan í jarðskjálftahrinum. Líka eldgos. Kröflueldar 75-85 8m gliðn

Siggengi og sigdalur – land sígur þegar sprungur myndast við gliðnun

Eldstöðvakerfi
Sprungurein með siggengjum og sigdölum. Megineldstöðin er oftast í miðjunni. Eldgos á löngum sprungum (tugir í km)

27 kerfi á Íslandi – mynd
Öll eldstöðvakerfin eru á flekarekum (rekbeltum og gosbeltum)




ÞRÓUN megineldstöðva
Möguleiki 1 = til hægri = Löng leið, a) storknar neðanjarðar b) brýst út í eldgos
Möguleiki 2 = til vinstri = Beint úr kvikuhólfi, hefur verið lengi þar og efnasamsetning hefur breyst. a) storknar b) eldgos
Möguleiki 3 = út um miðjuna = Safnast í kvikuhólf undir megineldstöð, efnasamsetning breytist, tæmist í stórgos

Myndun: Sprungur, brotalínur siggengi, sigdalir. Stuttu eftir myndun fer að gjósa.
Gosvirkni er mest undir miðju kerfisins. Megineldstöðin hlaðast upp, kvikuhólf myndast og að lokum myndast háhitasvæði.

Eldvirkni á heitum reit – dyngjur og móbergsstapar .
Dyngjur eru flatir hraunskildir (t.d. skjaldbreiður)
Ef dyngjugosið er hinsvegar undir jökli þá myndast móbergsstapar (t.d. herðubreið)
Dyngjur eru bara þar sem möttulstrókur er undir hafbotnsskorpu
Dyngjur eru basískar (þunnfljótandi) Ísland og Hawaii einkennist af dyngjum
Stærsta eldfjall jarðar er dyngja, 9000km frá hafsbotni á Hawaii Mauna Loa
Ólympsfjall á Mars er stærra að flatarmáli en Ísland. Það er dyngja.


Eldgos undir jökli, bólstraberg og móberg, hraungos








KAFLI 9
Uppruni jarðvarmans er þegar það myndast varmi í möttli vegna klofnunnar geislavirkra efna.
Jörðin verður að losa sig við þennan varma og það gerist með tvennum hætti
a) Varmaleiðni gegnum berggrunninn (berg leiðir varma illa)
b) Möttulstrókar - heitt efni stígur upp á yfirborð jarða
-bráðin kvika sem kólnar
-strókarnir hita vatn sem er djúpt niðri, vatnið léttist og berst aftur upp á yfirborðið þar sem það kólnar

Útfellingar eru mikið af uppleystum efnum í heitu vatni.
Svo þegar heita vatnið kólnar þá getur það ekki haldið uppleystu efnunum lengur
Efnin losna og setjast til botns eða á veggi rýmisins sem vatnið er í

JARÐVARMASVÆÐI skiptast í háhita- og lághitasvæði
HÁHITASVÆÐI myndast þegar vatn kemst í snertingu við kólnandi kviku (hefur kannski verið kolnandi í tugþúsundi ára)
- 200°C eða meira (1km dýpi)
- Umhverfið er tengt eldstöðvakerfum með megineldstöð og sprungureinum
- Uppruni vatnsins er úrkoma sem hefur fallið í grennd við megineldstöð eða jarðsjór
- Eru oftast í grennd við megineldstöðvar, ekki alltaf samt
- Einkenni háhitasvæða eru vatns-, gufu-, leir-, gos- og brennisteinshverir
- Lofttegundir háhitasvæða eru koltvíoxíð, brennisteinsvetni, vetni og nitur
_ Ph gildið er lágt (súrt)
- Mikið af uppleystum steinefnum
- Mikið af útfellingum á yfirborði
Mjög mikil ummyndun bergs á yfirborði


LÁGHITASVÆÐI myndast við hringrás vatns í sprungum og brotnu bergi og eru um 250 talsins - hægt að nota beint til neyslu
- 150°C eða kaldara (1km dýpi)
- Umhverfið er tengt leiðandi sprungukerfum sem veita vatninu til yfirborðs
- Uppruni vatnsins er úrkoma
- Finnast um allt land en aðallega kringum virk gosbelti
- Einkenni lághitasvæða eru laugar, vatns- og goshverir, ölkeldur og kolsýrulaugar
- Koltvíoxíð og nitur eru allsráðandi lofttegundir á lághitasvæðum
- Ph gildið er hátt (basískt)
- Lítið magn uppleystra steinefna
- Lítið af útfellingum, einkum hverahrúður og kísill
- Lítil ummyndun bergs á yfirborði





















KAFLI 10 JARÐSKORPAN

Steindir og berg. Steind er efnasamband eða frumefni sem finnst sjálfstætt í nátúrunni.
Allt berg er myndað af steindum. 9 steindir mynda 95% af yfirborðsbergi jarðar.

ÚTBREIÐSLA bergtegundanna
Storkuberg er algengasta bergtegundin. Hafsbotninn er úr storkubergi og storkuberg er kringum virk eldstöðvakerfi (Ísland t.d.)
setberg er mjög víða í miklu magni, sérstaklega á lágstéttum meginlandanna
myndbreytt berg er helst að finna í rótum rofinna fellingafjalla

HRINGRÁS BERGSINS
1.Veðrun og rof: Allt berg molnar og grotnar með tímanum
2.Samlíming og samþjöppun: Bergmylsna harðnar, uppleyst efni falla út eða lífrænar leifar safnast fyrir
3.Myndbreyting: Umkristöllun storku- eða setbergs djúpt í jörðu
4.Storknum: Bergið bráðnar og storknar síðan aftur

Sama efnasamsetning, mismunandi kornastærð
Kornastærð storkubergs segir til um hversu lengi bergið hefur verið að storkna; því lengri tími því stærri korn
Gosberg er það berg sem storknar á yfirborði jarðar og storknar hraðast.
Stundum byrjar berg að storkna neðanjarðar en kemur svo upp, þá verða sum kornin stór en flest lítil, dílótt berg kallast það
Gabbró er hinsvegar djúpt berg sem er einungis með stóra kornastærð




Flokkun storkubergs eftir SiO(2)-magni og storknunarstað … mynd af mun á basísku, ísúru og súru
Basískt berg <52% sio(2) … til dæmis basalt og gabbró
ísúrt berg 52%-65% sio(2) … til dæmis íslandít og díorít
súrt berg 65%> sio(2) … til dæmis riolít og granít/granófýr

Basískt berg er svart – súrt berg er ljóst. Hrafntinna er súr (á að vera ljós) og dökk, eina undantekningin

Flokkun sets
EFNASET
- útfelling efna í sjó
- mýrarauði (járnmengað vatn í mýrum)
- steinsalt (myndast við uppgufun sjós)
- kalksteinn (botnfellur í heitum höfum)
- Á Íslandi er mýrarauði, hverahrúður við vatnshveri, kalkhrúður við kolsýrulaugar og leir, brennisteinn og gifs við gufuhver

LÍFRÆNT SET
- Leifar plantna og dýra
- Lífverur deyja og leifar þeirra setjast fyrir í sjó, vötnum eða mýrum
- Skeljasandur er gott dæmi, má finna t.d. í Faxaflóa
- Kísilgúr er t.d. á botni Mývatns
- Mór er gróður sem nær ekki að rotna í mýrum
- Surtarbrandur er kolað tré eða kolaður mór
Jarðolía getur myndast ef mjúkir vefir lífvera ná að rotna (það gerist þegar lítið er um hafstrauma og ekkert súrefni)







MOLABERG
- verður til úr bergmylsnu
- Við flutning bergmylsnu aðgreinist efnið eftir kornastærð
- Flutningsgeta ræðst af straumhraða
- Flokkað eftir kornastærð, flutningshætti og staðnum þar sem setið safnast fyrir

Eyðing þurrlendisjarðvegar – afhverju er hann að eyðast, einfalt að eyða og búa til nýjan
Þurrlendisjarðvegur er mold, að mestu bergmylsna. Hann er blandaður gjósku og loðir lítið saman
Sár myndast í gróðurþekjuna og vindurinn feykir fína efninu í burtu, en grófa efnið leggst á nærliggjandi gróin svæði

Orsakirnar eru margar, sár getur komið vegna mikils vatnsrennslis eða vegna gjóskugosa.
Eyðing skóga er mannleg orsök, svo sem ofbeit og traðk búfjárs og aukin umferð ökutækja á grónu landi.
Mannvirkjagerð skemmir einnig mikið af jarðvegi.

Jarðvegseyðing á Íslandi er gríðarleg.
3/4 af landinu voru grónir og helmingur landsins vaxinn skógum
Núna er bara 1/4 hluti landsins gróinn og 1/100 vaxinn skógi
Alvarlegt mál skal ég sko segja þér!











Kafli 11

Nútíminn er lykill fortíðarinnar

Efra jarðlag er yngra en það sem undir liggur

Einkennislag eða leiðarlag, er útbreitt og auðþekkjanlegt jarðlag
Einkennissteingervingar eru lífverur sem hafa náð mikilli útbreiðslu í lífríki jarðar á stuttu tímabili
Aldursákvarðanir eru mælingar á geislavirkum samsætum í bergi eða steingervingum. hraði klofnunnar er þekktur og því
auðvelt að reikna út aldur bergsins.















KAFLI 12
Umhverfisáhrif

Erlendis eru víða mengandi áhrif tengd námugreftri málmar og kol
Hérlendis er ekki mengun frá námum og umhversáhrif oftast læknanleg
Íslendingar eru Norðurlandameistarar í malarnámi á hvern íbúa
Um 2300 malarnámur eru á skrá á Íslandi
KAFLI 13

Útræn öfl fá orku sína frá sólinni.
Sólin hefur áhrif á hitasveiflur, vatnsföll, öldugang, vind, skrið jökla og regn

Útræn öfl – innræn öfl stöðug barátta
Innræn öfl byggja jörðina upp en útræn öfl brjóta hana niður. Vatnið er öflugasta útræna aflið

Hvaðan kemur orkan
Orkan kemur frá sólinni, orkujöfnuður er á milli sólar og jarðar (jörðin geislar frá sér jafnmikilli orku og berst)

Vatnið
Frosið vatn er eðlisléttara en fljótandi vatn og myndar frosið vatn t.d. jökulbungur.
Í fljótandi ástandi myndar vatn meginhluta heimshafanna og allt ferskvatn á þurru landi.
Í berggrunninum er einnig mikið af vatni og í lofthjúpnum er talsvert af vatnsgufu.
Í öllum dýrum og plöntum er vatn eitt aðalefnið.

Mettun lofts og úrkoma
Því heitara sem er því meira magn af raka getur loft bundið án þess að verða mettað.
Mettun: Rakinn verður sýnilegur og uppgufunarvarminn losnar -> Loftið kólnar

1. Loft á heitum stöðum hitnar niður við jörð - loftið léttist og stígur upp - hiti lækkar með hæð - loftið mettast - úrkoma
2. Heitt og rakt loft mætir köldu lofti - hægfara í uppstreymi - heita loftið kólnar - úrkoma
3. Hlýtt og rakt loft hittir fyrir fjöll - þrýstist upp á við og kólnar - úrkoma
15% úrkomu fellur á jökla,
15% fer niður í berggrunninn og verður að grunnvatni
50% úrkomu fer til sjávar í ám og lækjum
20% gufar strax upp aftur

Vatn og veðrun - Veðrun er þegar berg molnar eða grotnar niður vegna áhrifa efna
Vatn tengist yfirleitt veðrun með efnavirkni eða vegna útþenslu þegar það frýs

Frostveðrun - Vatn þenst út þegar það frýs
Þegar vatn sem er í sprungum frýs þá byggist upp gífurlegur þrýstingur sem klífur bergið
Stöðug endurtekning þar til ysta lagið molnar í sundur - þetta er mjög algengt á Íslandi

Efnaveðrun - Sérstaklega heitt vatn leysir upp berg
Efnin berast á uppleystu formi með vatni til sjávar - þetta orsakar seltu sjávar… heitt vatn sem leysir upp berg og fer til sjávar
Efnaveðrun er kringum miðbaug aðallega þar sem hitastig er hátt og úrkoma mikil

Hitabrigðaveðrun - Sól skín á kletta og hitar þá verulega mikið - sérstaklega dökkt berg
Bergið þenst út vegna hitans og dregst aftur saman þegar kólnar
Það lætur ysta lag bergsins molna - þetta er algengt í eyðimerkum (berg verður að sandi í eyðimörk, lollað)

Rofaflið vatn
Rof er flutningur á efni frá einum stað til annars
Hringrás vatns og þyngdarkraftur jarðar eru aðalorsök rofs
Þar sem roföflin missa mátt sinn safnast efnið upp og myndar set
Setið getur með tímanum harðnað og orðið að setbergi


Jöklar og jökulrof
Jöklar verða til þar sem meiri snjór fellur heldur en nær að bráðna
Tilvera jökla er háð hitastigi. Stærstu jöklarnir eru á Suðurheimskautinu og Grænlandi

Gerðir jökla
HVELJÖKLAR eru miklar jökulbreiður sem myndast hafa á hálendi eða heimskautaslóðum

SKRIÐJÖKLAR eru afrennsli hveljöklanna. Hægfara hreyfing jökulíss

Hveljöklar eru svokallaðir þíðjöklar, efsta yfirborð bráðnar á sumrin og sígur í jökulinn.

Snjófyrningasvæði er hluti jökuls sem nær ekki að bráðna á sumrin
Leysingasvæði er hluti jökuls sem bráðnar á sumrin

Snælina eru mörk leysingasvæðis og snjófyrmingasvæðis

Fossar

Höggunarfossar - GULLFOSS
Roffossar —— SKÓGARFOSS, SELJALANDAFOSS
Stíflufossar — GOÐAFOSS

Stöðuvötn eru kyrrstöðuvötn á allstóru svæði
Fyllast af seti og breytast í mýri
a) Stöðuvötn sem útræn öfl mynda - Jökullón, Skriðuvötn, Jökulker, Bjúgvötn, Sjávarlón
b) stöðuvötn sem innræn öfl mynda - Eldsumbrotavötn, Gígvötn, Öskjuvötn, Hraunstífluð vötn, Vötn á milli móbergsfjalla og Vötn í sigdölum