Dulbúnar annars stigs jöfnur, ég bara fatta þetta ekki, er að fara í próf úr þessu á morgun, væri geðveikt ef einhvern gæti útskýrt þetta fyrir mér.

Það stendur í textabókinni minni:

"Hægt er að breyta sumum jöfnum í annars stigs jöfnur og leysa þær með formúlunni með því að gefa stærðum annað heiti. Lítum á dæmi til skýringar.
[b]Dæmi.[/b] Leystu jöfnuna 2x^4 - 5x^2 + 3 = 0. 
[b]Lausn:[/b] Þessi jafna er af fjórða stigi en ekki er allt sem sýnist Gefum stærðinni x^2 heitið t þ.e. t = x^2. Þá verður t^2 = x^4. Sé þetta sett inn í jöfnuna breytist hún í annars stigs jöfnuna 2t^2 - 5t + 3 = 0. Hana má leysa t.d. með þáttun: 
(t-1)(2t-3)=0
t - 1 = 0 eða 2t - 3 = 0
t = 1 eða t = 1,5 
Nú setjum við x^2 inn í staðinn fyrir t-ið og fáum þá tvær annars stigs jöfnur. Það sem hefur í rauninni gerst er að fjórða stigs jafnan hefur þáttast í tvær annars stigs jöfnur sem eru: 
x^2 = 1 og x^2 = 1,5
Þær er hægt að leysa beint með því að draga rót og þá fæst: 
x = ± (kvaðratrót af 1,5) ≈ ±1,22

Í stað þess að breyta x^2 í t er líka hægt að þátta jöfnuna beint í tvo sviga og setja þá x^2 sem fyrri lið í báðum svigunum."

Ekki nóg með að ég fatti þetta ekki, þá hjálpar þetta engan veginn við dulbúnu annars stigs jafna dæminu í upprifjunarheftinu mínu.

Sem er:
3x^4 - 2x^2 - 1 = 0

Hjálp einhver?
When we drive away in secret