ókei þá það, ég get gefið þér um það bil lýsinguna. Ekki nákvæmt samt
Hjá MS var verið að tala um einkvern kassa og maður væri ótrúlega hamingjusamur og í fyrstu lotunni var talað um hvort vildiru vera frekar ostra á kóralrifi eða hugsandi maður. MS-ingar voru aðalega að tala um þennann kassa og ef maður færi út úr honum myndu vakna fleirri spurningar og á endanum fengi maður þannig spurningar að maður gæti ekki svarað þeim.
Hjá Verzló var verið að segja að fráfræði vekti upp fordóma, léti gaura í Afríku nauðga stúlkum, léti fólk fara í stríð og svo mætti lengi telja. Svo töluðu þeir um einkverja bók um fáfræði sem ég man ekkert hvað heitir. Þau sögðu líka að maður ætti að leita þekkingar og það myndi leysa vandamálin að vera ekki fáfróður.
MS svaraði með því að maður hefði ekki áhyggjur af vandanum ef maður hugsar ekki um þau eða vissi ekki af vandanum, komu svo með nasistaýningu á meðan einn ræðumanna var að tala og svo skondnasta var að þegar “nasistinn” kom að ræðumanninum sagði hún ,,Blessaður'' en þau héldu áfram að tala um kassann og sögðu að fólk væri sælt ef það myndi mennta sig, fá sér góða vinnu og eitthvað.
Verzlingar svöruðu með því að segja að ef fólk vissi ekki af vandamálunum myndu þau ekki leysast og svo komu þeir inn með skýrslu rannsóknarnefndarinnar síðar og voru með þvílíkt diss. og sögðu að MSingar væru með spælt egg í hausnum og sögðu að fáfræði væri nánast það sama og heimska.
MSingar svöruðu með því að segja að hver manneskja væri hamingjusömust ef hún myndi aðeins hugsa um nánasta umhverfi, fjölskyldu sína og vini.
Verzlingar sögðu eitthvað um að stinga höfðinu niður í eldsprunguna eins og strútar og sögðu að ef MSingar myndu vinna MORFIS væri það sama og að fáfræði myndi vinna og það sem væri mótsögnin væru þessir 1000 manns sem voru í salnum á þessum tíma.
Allt er nú upptalið og ég er ekki viss um hvort það vanti eitthvað mikilvægt eða einkverju er ofaukið.
at first I was like nyeh, and then i was like wweh, okei bæ