Er einhver hér á háskólastigi og ætlar í ERASMUS skiptinám næsta vetur?
Eru fleiri en ég að verða pínu pirraðir á að “bráðum” sé orðið frekar langt?
Ég er í lítilli deild og sótti um skóla sem ekki margir hafa farið í frá Íslandi: Aristotle University of Thessaloniki. Konurnar á alþjóðaskrifstofu voru svo hjálpsamar að láta mig vita að þær gætu ekkert hjálpað mér með þetta, ég þyrfti bara að skoða síðuna (sem er mest á grísku) sjálf.
Einhver sem hefur reynslu af þessu?