Mér skilst að Fjölbrautaskólinn við Ármúla sé hættur með sumarfjarnám, en Verzlunarskóli Íslands mun hefja innritun í sumarfjarnám 18. maí, og hann er með flest almenn fög sem kennd eru til stúdentsprófs.
Ef að þú býrð í Reykjavík, þá er Fjölbrautaskólinn í Breiðholti með sumardreifnám, kennt er frá lok maí til lok júní á kvöldin.