Þetta eru alveg voðalega ólíkir skólar. Félagslífið í MH er nokkuð gott ef maður sýnir einhvern smálit, en ég veit svosem ekkert um félagslífið í Verzló. Ég gæti sagt þér að velja Verzló ef þú telur þig fitta þar inn (þó það sé voðalega erfitt að eignast ekki vini í bekkjarkerfi), betur en þú myndir fitta í MH, þó þú eigir líklega fullt af vinum sem munu fara í MH fyrst þú telur það skipta einhverju máli að “búa nær MH”, þarsem það er svona 5 mínútna ganga á milli ef maður er á tjillinu.
Skoðaðu hinsvegar vel hvernig nám þú vilt fara í. Í MH er mjög auðvelt að aðlaga námið að sínum þörfum, enda áfangakerfi þar og þú stjórnar náminu mjög vel og ræður fullkomlega hvenær þú tekur áfanga, nákvæmlega hvaða val- og kjörsviðsáfanga þú vilt taka og fleira. Í Verzló er bekkjarkerfi þarsem námið er alltaf uppað vissu marki mótað fyrir þig, líkt og þú kannast líklega við úr grunnskóla.
Í MH er ekki lögð áhersla á neitt sérstakt fyrir alla nemendur og afar fjölbreytt nám í boði, þó það megi eflaust finna ýmislegt í öðrum skólum sem ekki er að finna í MH. Í Verzlunarskólanum hinsvegar, einsog nafnið bendir til, er lögð mikil áhersla á verslun. Félagsfræðibraut í Verzló, sem dæmi, leyfir þér ekki að velja hvaða kjörsvið þú vilt, hvort þú viljir t.d. leggja áherslu á íslensku og sögu, heimspeki og sálfræði eða hvað þú vilt. Þar er aðeins eitt kjörsvið í boði, sem er alþjóðakjörsvið. Einsog segir á heimasíðu skólans: “Markmið námsins er að veita nemendum góðan grunn í sögu og menningu helstu viðskiptalanda okkar.”
Skoðaðu heimasíður skólanna vel og reyndu að finna út hvaða nám hentar þér, eða hið minnsta hvaða nám hentar þér ekki. Ef þú hefur t.a.m. engan áhuga á þeirri verslun sem Verzló leggur mikla áherslu á þá er mikið sniðugra fyrir þig að fara í MH, þó þú sért kannski pínu “tjokkó”.
http://www.mh.is/?d=4&m=page&f=viewPage&id=158 og www.verslo.is
Á Verzló-síðunni eru nokkrir flipar á forsíðunni undir “námsframboð” sem þú getur skoðað. Á MH-síðunni er svo líklegast að þú viljir ýta á efsta linkinn.