Varðandi MR þá fer það eftir því hvernig þú skilgreinir snobb.
Að vissu leyti geturðu talað um Verzlunarskólann sem snobbskóla - enda borga þau langhæstu skólagjöldin. Á móti kemur þó gott skólabókasafn, góð aðstaða fyrir verklega kennslu í raungreinum, peningur til að halda uppi leikhúsþættinum í félagslífinu þar sem og öðru.
Varðandi MR þá eru vissulega einhverjir sem mæta í jakkafötum í skólann af og til, staðráðnir í að verða næsti Davíð Oddsson. Ef þú kallar það snobb þá gæti það vel átt við suma en maður verður að athuga að þó skólarnir séu örlítið stereótýpískir með stereótýpískri stemningu (eins og nördastemningin í MR)þá eru alltaf fjölbreyttir og skemmtilegir nemendur innan allra skóla.
Varðandi kennslu hef ég verið með frábæra kennara mín tvö ár í MR. Ég hef ekki verið með alla kennaranna og ég held það hljóti að fyrirfinnast síður góðir stærðfræðikennarar í öllum skólum á landinu sem eru eins fjölmennir og þú telur upp að neðan. Hins vegar er mjög mikið “thing” í MR að gamlir MR-ingar séu að kenna - jafnvel þeir sem voru þarna fyrir 30-40 árum síðan - og þeir eru satt að segja frábærir. Á móti kemur að mörgum finnst stærðfræðin sjálf í MR fara of djúpt í efnið og það er annað mál, fyrir þá sem hafa gaman að stærðfræði er skólinn frábær. Fyrir þá sem hafa það ekki en vilja samt vera á náttúrufræðibraut geta auðvitað alltaf farið á náttúrufræðibraut II í 4. bekk og lært minni stærðfræði og koma samt sem áður vel út úr því og eru færir í flestan sjó þegar kemur að háskólanámi.
En í alvöru talað, frábærir kennarar. Er í að ég held 10 fögum og get nefnt svona 1-2 kennara sem ég er ekki ákaflega sátt með.
Félagslífið er frábært, sérstaklega fyrir busa. ;) Mikið af uppákomum, hvað sem það er nú sem vekur áhuga þinn. Það eru ræðukeppnin Sólbjartur(skemmtilegri en þær hljóma) sem eru í gangi allan veturinn, spurningakeppnin Ratatoskur, alls konar “vikur” eins og íþróttavika, listavika, nördavika að sjálfsögðu og auðvitað kosningarvikan frábæra sem er samt sem áður örugglega jafnskemmtileg í Verzló.
Farðu á kynningar og talaðu við sem flesta, reyndu að miða við flesta “þætti” bæði í námi og félagslífi og endilega skoðaðu vel hvort þú virkilega viljir vera í bekkjarkerfi eða einingakerfi - fyrir suma getur það breytt öllu.
Bætt við 15. mars 2010 - 20:57
Vil bæta tvennu við:
Ég gerði ósjálfrátt ráð fyrir því að þú ætlaðir í raungreinar því þú minntist á stærðfræði. Auðvitað er málabrautin fín líka - sérstaklega fyrir þá sem eru með sérhæfar væntingar gagnvart náminu, t.d. ef þig langar ótrúlega að læra latínu eða grísku. :) Auðvitað er “nýmálabraut” líka með fínu námi í frönsku, spænsku og þýsku og fleiru - eins og í öðrum skólum. Mæli samt með að þú skoðir MH ef þú ætlar á málabraut.
Annað sem ég vildi segja er að hefðirnar í þessum skóla eru líka frábærar. :) T.d. er mikið lagt upp úr árshátíðavikum (sem eru tvær á ári!) og t.d. danskennslur í stað íþróttatíma vikuna fyrir ball. Margir hafa mjög gaman að því og svo eru auðvitað böllin mjög eftirsóknarverð skemmtun bæði meðal nemenda innan MR og utan - margir í t.d. Verzló og Flensborg mæta á böll í MR einfaldlega vegna þess að það er svo lítil “stemning” fyrir mörgum böllum sem eru í gangi þar.