Sæll Viktor og takk fyrir síðast :)
Birkir heiti ég og var bakhjarl MH í Morfís þetta árið. Við hittumst nokkrum sinnum
Ég skal viðurkenna það að þú ert miklu reyndari en ég í Morfís og öllu því tengdu og þar af leiðandi skil ég þennan hroka í þér í fyrstu línu, ég viðurkenni hinsvegar ekki það svona góðfúslega að 50 stig sé alltaf sami munur.
Það er oft yfirdrifið erfitt fyrir mannsheilann að skilja stærðfræði. Sem dæmi má nefna svokallaða ‘birthday paradox’ sem er einfaldlega sú staðreynd að það þurfi aðeins 23 manneskjur valdar af handahófi til þess að eiga meira en 50% líkur á því að einhverjar tvær manneskjur í hópinum eigi sama afmælisdag.
Enn fremur eru 99% líkur á því að einhverjar tvær manneskjur hafi sama afmælisdag í hópi 75 fólks. Samt sem áður eru 365 afmælisdagar í árinu!
Nóg um það. Víkjum okkur að stigagjöfum í Morfís keppnum.
Í 2000 stiga keppni eru 50 stig 2,5% af heildarstigum.
Í 2800 stiga keppni eru 50 stig 1,7% af heildarstigum.
Í 4000 stiga keppni eru 50 stig 1,25% af heildarstigum.
Í 1000 stiga keppni (hæpið, ég veit, 2-3 í málflutning/ræðu/svör/geðþótta hjá öllum) eru 50 stig 5% af heildarstigum.
Hlutfallslega séð geta 50 stig verið mikið, eða lítið - og á ekki alltaf við um allar keppnir.
Stærðfræðihlutinn af mér myndi róast svakalega ef 50 stiga reglan yrði breytt í ‘1-5% stiga reglan’. Ef dómari er 1%, 2%, 3%, 4%, 5% stigum frá hinum tveimur dómurunum (samanlögðum). Hver “rétta talan”, eða sú “rökréttasta” er veit ég ekki.
Ég hinsvegar veit að það væri ekki nokkurt vit í því að reyna að segja þetta við einhvern sem getur ráðið einhverju um lög Morfís. Þetta er of flókið fyrir flesta að reikna.
Að málefni gærkvöldsins - ekki það að ég hafi mikið að bæta við. Þið hefðuð ekki tekið þennan pól ef annar málsháttur væri til umræðu sem er ekki orðaður svona óheppilega nálægt fullyrðingunni “Allur vari er góður” eða einhverri annarri fullyrðingu. Brennt barn forðast eldinn, eða Enginn verður óbarinn biskup sem dæmi.
Ég get ekki fullyrt en ég tel mig nokkuð vissan um það að ef ég hefði verið hlutlaus aðili hefði ég fyrirlitið þann útúrsnúning þar sem rökfræðilega séð gengur hann ekki upp fyrir mér - ég hefði líklega gefið lægra fyrir ræðuna í heild sinni ef ég væri fyrir aftan dómblað.
Yfirvegun og öryggi fyrir aftan pontu er hinsvegar eitthvað sem mér þykir glæsilegt, þitt lið státar af ágætasta fólki að því leiti.
Þakka hinsvegar kærlega fyrir skemmtilega keppni. Keppnin sjálf var nefnilega ekki leiðinleg heldur það að við fáum ekki að keppa fleiri.
Það er rétt hjá þér að fyrsta línan var ögn hrokafull og biðst ég forláts á því, vitaskuld eru margir hér nærri sem hafa vit á Morfís en mér blöskrar margt sem hér er sagt af vanþekkingu.
Þú þarft engar áhyggjur að hafa af því að ég skilji ekki stærðfræði, ég fékk aldrei lægra en 10 í því fagi í framhaldsskóla, auk þess sem hlutfallsreikningur er ekki ýkja flókinn.
Það sem ég á við er að það skiptir engu máli hversu hátt hlutfall af heildarstigum keppninnar 50 stig eru, lið eru ávallt dæmd í samhengi við andstæðinga sína.
Ef dómari gefur liði 1200 stig og öðru liði 1250 stig þýðir það að bæði lið þóttu honum skítléleg, en annað liðið 50 stigum betra. Ef hann gefur hins vegar liði 1500 stig en öðru liði 1550 stig þýðir það að honum þóttu bæði lið góð en annað liðið 50 stigum betra.
Heildarstigin segja til um gæði keppninnar eða dómvenju dómarans (sumir byrja í 5, aðrir í 7 og svo framvegis…) en munurinn segir til um hversu mikið betra dómara þótti annað liðið vera en hitt.
Hversu hátt hlutfall gæðamunur liðanna er af heildargæðum keppninnar, skiptir engu máli í þessu samhengi.
Takk sömuleiðis fyrir góða keppni og vinsamlegt viðmót,
kv.Vikto
0
Ég veit að þú ert að reyna að vera málefnalegur og allt það, en þú virkar eins og geðveikt mikið tool þegar ég les svörin þín.
0