Úrslitin í viðureign Menntaskólans við Hamrahlíð og Verzlunarskólans urðu á þá leið að Verzlunarskóli Íslands sigraði með 30 stigum gegn 28, og er Verzlunarskólinn því kominn áfram í undanúrslit Gettu betur.
Verzlunarskólanemar höfðu undirtökin í keppninni allan tímann, en náðu þó ekki að að hrista af sér MH-inga fyrir lokaspurninguna, og var allt undir í þeirri spurningu, en þar sem hvorugu liðinu að svara rétt og stóðu því Verzlunarskólanemar uppi sem sigurvegarar í þessari viðureign.
Enn sem komið er, þá er þetta sú viðureign sem hefur hefur náð hæstu samanlögðu stigaskori, eða 58 stigum.