Myndi ekki hafa neinar áhyggjur af smíði og handavinnu, oftast taka skólar ekki meðaleinkuninna úr öllum fögunum, þó hún sé stundum höfð til hliðsjónar í vafamálum. Ef þú sækir um á náttúrufræðibraut þá munu íslenska, enska, stærðfræði, náttúrufræði og kaaaannski danska (gildir þó líklega ekki mikið) fleyta þér áfram. Skiptu út náttúru- fyrir félagsfræði og þá ertu nokkurnveginn komin með fögin sem vega mest fyrir félagsfræðibraut. Málabraut væri líklega íslenska, danska, enska og stærðfræði. Myndi samt ef ég væri þú reyna að bæta mætingareinkunina örlítið :) Gefur augaleið að nemandi sem hefur sömu einkunn og þú er tekinn fram yfir þig ef hann er með hærri mætingareinkunn, í sumum skólum gildir hún meira en annarsstaðar en hún er þó alltaf höfð til hliðsjónar að einhverju leiti.
Hvaða braut ertu annars að pæla í?