Eins og ég segi, þá tel ég það, ég hef nú horft á Gettu betur í mörg ár og hef nú nokkuð haft rétt fyrir mér með slíkar spár.
Fyrsta umferð gefur ekki alltaf réttustu myndina af því hvernig liðin eru stemmd, ég veit það sjálfur að eigin raun úr þessu, nýr dómari kallar á það að liðin hafa ekki hugmynd um hvernig áherslur dómarinn mun leggja, ótrúlegt en satt þá er það mjög misjafnt á milli dómara. FB hefur veðjað réttan hest (greinilega þar ég verð að segja að þetta vor sennilega ein óvæntustu úrslit 1. umferðar að frátöldum sigri ME á MS), en FSu hefur verið aðeins að slípast saman í 1. umferð.
Stressaðir MA-ingar eða ekki, það vinna ekki öll lið MA-ingana og það var útaf fyrir sig vel af sér vikið hjá Selfyssingum, og mér fannst FB-ingar slakna töluvert á móti frekar döpru liði MK-inga í 2. umferð.
Ég viðurkenni það alveg að “töluvert sterkari” er kannski heldur sterkt til orða tekið í þessu tilfelli, hvorugur skólinn hefur verið að gera neinar rósir undanfarin ár, en úrslitin í 2. umferð gefa talsvert meiri vísbendingu en 1. umferðin.
En svo kemur það bara í ljós þegar á hólminn er komið hvor stenst sjónvarpspressuna. En þangað til tel ég fremur líkur á því að FSu fari með sigur af hólmi í viðureigninni, en FB á fyllilega skilið líka að komast áfram, eitt besta lið þeirra í mörg ár.
Ég er liðsmaður í liði FSu og þakka hlý orð í okkar garð. Það kom enda í ljós að þú hafðir rétt fyrir þér, við náðum að sigra FB, að vísu stóðum við okkur frekar illa og misstum af 7 stigum en það kom ekki að sök. Það má að hluta til skrifast á stress en einnig samskiptaleysi á milli okkar. En árangurinn verður að teljast ágætur miðað við það að við byrjuðum ekki að æfa fyrr en 2. vikuna í janúar og liðið var ekki valið fyrr en rétt fyrir jólafrí.
Bætt við 2. mars 2010 - 23:44
Goalkeeper: það er fáránlegt sem þú skrifar um okkar viðureign á móti Ármúla að pakkinn okkar hafi verið með þeim léttustu. Sem dæmi má taka að pakkinn sem MB og Tækniskólinn fengu síðar um kvöldið var án efa sá léttasti sem heyrst hefur enda náði MB, sem er með held ég færri en 100 nemendur, 20 stigum. Í þessum pakka hefðum við getað náð að lágmarki 20 stigum, bara í hraðaspurningunum, og ég get fullyrt að lið eins og MR hefði getað fengið fullt hús stiga í þessum pakka. Mér þótti nokkuð augljóst að Örn hafi samið þennan pakka sérstaklega fyrir þessi lið, en ætla þó ekki að fullyrða neitt um það.
0
Það þarf nú svo sem ekkert að þakka fyrir spána… hef nú fylgst með þessu frá því ég var enn í grunnskóla, eða í um 10 ár, og gat mér þess til að FSu kæmi líklegar út úr viðureigninni sem sigurvegari.
Hvað varðar næstu skref, þá tel ég yfirgnæfandi líkur á því að MR vinni Kvennó á laugardaginn (þarfnast ekki frekari útskýringar), og þá verður forvitnilegt að sjá hvernig liðin dragast á móti hvoru öðru í undanúrslitum. Dragist skólinn þinn FSu á móti mínum gamla skóla ME þá getur í raun allt gerst, þeir virka með keimlík lið. Fyrir báða skóla væri það algjör draumur að ná loksins í úrslitaþáttinn, þar hafið þið ekki verið frá því þið sigruðuð jómfrúarkeppni Gettu betur 1986, og ME náði ekki upp úr undanúrslitunum 1997-98.
Ég tel nú samt að annaðhvort MR eða Versló muni standa uppi sem sigurvegarar Gettu betur í ár, spurningin er bara hvort að flugeldasýningu þeirra ljúki í undanúrslitum eða úrslitum, en hver veit nema að þeir lendi í vanmati á ME / FSu, og svo á nú MR eftir að keppa á móti Kvennó ennþá, þannig að best er að segja þetta með fyrirvara.
0
Þess má til gamans geta að við í FSu tókum þrjá æfingaleiki við ME, daginn fyrir viðureign þeirra á móti FG. Þeir unnu tvær viðureignir, önnur var samin af þeirra manni en hin af þjálfaranum okkar, en við unnum þriðju viðureignina sem var samin af manni frá þeim. Þessi tvö lið eru nokkuð áþekk að getu en má þó taka það fram að þeir virðast vera betur lestnir ef eitthvað er. Það væri því algjör draumur fyrir liðin að mæta hvort öðru í undanúrslitum.
0
Ég er mjög ánægður með það hve skólarnir eru orðnir duglegir við að taka æfingaleiki við önnur lið, þegar ég var í kringum þetta ca 2002-05 voru ekki teknir margir æfingaleikir nema þá helst við nágrannaskólana. Bæði lið fá prik fyrir það.
0