Síðari útvarpsumferð á Rás 2 fór fram 20., 22. og 27. janúar.

Úrslitin urðu þessi:


Verzlunarskóli Íslands sigraði Borgarholtsskóla [36:16].
Kvennaskólinn í Reykjavík sigraði Verkmenntaskóla Austurlands [28:8].
Menntaskólinn við Hamrahlíð sigraði Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum [27:7].
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ sigraði Menntaskóla Borgarfjarðar [21:17].
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti sigraði Menntaskólann í Kópavogi [17:13].
Fjölbrautaskóli Suðurlands sigraði Menntaskólann á Akureyri [22:19].
Menntaskólinn á Egilsstöðum sigraði Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra [27:11].
Menntaskólinn í Reykjavík sigraði Menntaskólann að Laugarvatni [38:14].

Í 7 af 8 tilfellum sigruðu lið úr potti 1 liðin úr potti 2, að undanskyldri viðureigninni milli FSu og MA, þar sem FSu fór með sigur af hólmi.

Útdráttur í 8 liða úrslit í sjónvarpi kemur hér inn á eftir.

Bætt við 27. janúar 2010 - 21:38
Útdrátturinn í 8 liða úrslit í sjónvarpi ætlar eitthvað að láta bíða eftir sér, ég mun henda inn útdrættinum hér inn eins fljótt og mögulegt er, þegar að því kemur.