Unnið er að endurbótum á fyrirkomulagi innritunar með það í huga að auka ráðgjöf við nemendur í grunnskólum og auðvelda þeim inngöngu í framhaldsskóla að loknu skyldunámi. Innritun nýnema úr 10. bekk í framhaldsskóla fyrir haustið 2010 er í tvennu lagi sem hér segir. Nýnemar skulu sækja um framhaldsskóla dagana 12.-16. apríl. Þeir eiga að velja námsbraut og tvo skóla, aðal- og varaskóla. Þeim er eindregið ráðlagt að hafa annan þeirra þann skóla sem á að veita þeim forgang hafi þeir staðist inntökuskilyrði. Enginn vitnisburður fylgir nemendum í þessari forinnritun og umsóknir verða ekki endanlega afgreiddar fyrr en lokavitnisburður grunnskóla liggur fyrir. Í framhaldi forinnritunar er hægt að sjá hvernig umsóknir dreifast á námsbrautir og skóla og til hvaða aðgerða þarf að grípa til þess að nemendur fái þá úrlausn sem best hentar. Að loknum skólaslitum í vor verður lokavitnisburður nemenda sendur til þess skóla sem þeir sóttu um sem fyrra val. Nemendum gefst þá einnig frestur til þess að endurskoða umsókn sína dagana 7.-11. júní.

Nemendur sem búa á svæði skóla eiga forgang til inngöngu á þær námsbrautir sem þar eru í boði ef þeir standast inntökuskilyrði. Þannig eiga framhaldsskólar að innrita fyrst þá sem á svæði þeirra búa, hafa staðist skilyrði og sækja um viðkomandi skóla sem aðal- eða varaval. Að því loknu geta skólar tekið inn aðra nemendur í samræmi við skilgreindar reglur skv. skólasamningi og skólanámskrá. Nánar verður útfært hvernig heimasvæði skólanna eru skilgreind en framhaldsskólum er gert að taka að minnsta kosti 45% nemenda af svæði sínu, að því gefnu að svo margir eða fleiri sæki og hafi staðist inntökuskilyrði á brautir sem í boði eru. Með þessu móti verður ákvæðum laga um rétt ólögráða nemenda til skólavistar best sinnt.

Alveg frábært!

Bætt við 26. janúar 2010 - 18:57
http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/dreifibref/nr/5314