Að komast úr hreiðrinu!
Brátt fer að líða að samræmdum prófum og enda grunnskólans hjá tíundubekkingum. Það sem ég hef doltið verið að pæla er hvernig krakkar velja sér nýjan skóla til að fara í. Það liggur fyrir að maður velur þann skóla þar sem hægt er að læra það sem maður sækist eftir, en að því utanskildu, skiptir staðsetningin einhverju máli? Vilja krakkar sleppa úr foreldrahúsunum eða er það bara vesen. Þeir sem búa úti á landi og í dreifbýli þurfa líklega að flytja að heiman, og fara í bæinn eða eitthvert annað. En þeir sem búa í bænum? Búa þeir ennþá heima og skipta bara um skóla. Þetta er maske orðin doldil steypa, aðalspurningin var þessi; Valdir þú þinn skóla til að sleppa úr hreiðrinu? Fórstu út á land (ef þú bjóst í bænum) eða í bæinn (ef þú ert sveitamaður)?