það er auðvitað kostur, en ekki must, en sumir fara út einmitt til þess að læra ensku!!
Ég átti herbergisfélaga á Arrival-campinu mínu sem talaði ekki orð í ensku eða þýsku, hún talaði bara móðurmálið sitt (sem var franska), og nokkuð var um það meðal ítalanna og chile-fólksins að þeir töluðu bara eigið móðurmál.
En þessi franska talaði mjög góða þýsku þegar hún fór heim 11 mán síðar (nota tungumálsleysi sem dæmi).
Svo tala íslendingar líka mjög góða ensku miðað við margar aðrar þjóðir, þó að manneskja sem telst slök í ensku á íslandi, eru þær í flestum tilfellum miklu miklu betri en í t.d. mið-austur Evrópu.
Íslendingar fara út til Asíu án þess að tala orð eða vita hvernig tungumálið hljómar…
Hakuna Matata, skelltu þér bara út!! notar body-language þangað til ;)