Fyrir 1. fjórðungarmark er það
og fyrir 3. fjórðungarmark er það
þar sem n táknar heildarfjölda talnanna.
Útkoman í því segir til um á hvaða tölu eða á milli hvaða talna í menginu þú lendir á fjórðungarmörkum.
Dæmi:Við erum með talnamengið {45, 86, 71, 43, 69, 28, 15, 19, 20}.
Við teljum stökin, þau eru 9, svo n=9.
Við viljum núna finna 1. og 3. fjórðungarmörk.
Fyrsta skref er að raða menginu frá lægstu upp í hæstu tölu, þ.e. {15, 19, 20, 28, 43, 45, 69, 71, 86}.
1. fjórðungarmark: (n+1)/4 => (9+1)/4 = 10/4 = 2,5
Þetta þýðir að 1. fjórðugnarmark liggur á milli 2. og 3. tölunnar í þessu talnamengi, og til að finna nákvæmt fjórðungarmark þarftu að þá að taka meðaltal af 2. og 3. tölunni:
(19+20)/2 = 39/2 = 19,5, og þá ertu kominn með 1. fjórðungarmark.
3. fjórðungarmark:3(n+1)/4 => 3*(9+1)/4 = 30/4 = 7,5
3. fjórðungarmarkið liggur þá á milli 7. og 8. tölunar, og þá finnurðu nákvæmt fjórðungarmark með því að taka meðaltal af 7. og 8. tölunni:
(69+71)/2 = 140/2 = 70, sem er 3. fjórðungarmark.
Ég vona að þetta hafi svarað spurningunni nokkuð ítarlega.