Halló kæru hugarar

Ég er á síðasta ári í grunnskóla. Mér persónulega finnst rugl að hafa svona þemavikur, íþróttadaga, bíódaga og eitthvað svoleiðis. Afhverju meiga ekki 10bekklingar og jafnvel 9 líka, sleppa bara öllu svona og fá bara lengra jólafrí, sumarfrí og/eða páskafrí ? Það er auðvitað rosalegt stuð fyrir yngri börnin að brjóta svona þennan venjulega skóladag upp, en finnst manni ekki bara betra að geta gert allveg það sem maður vill þegar maður er orðin þetta gamall ? Ég hef íhugað að senda þetta líka á mentamála ráðherra, og hérmeð skora ég á ykkur að standa með mér !

Svo er það annað, skólinn minn er hættur að kenna forfallakenslu og mér þykir það ákaflega slæmt, þar sem maður er nú á síðasta ári í grunnskóla og þarf að reyna ná einunum mínum aðeins upp. Þetta tvennt finnst mér hjálpast að, Afhverju sleppum við ekki að hafa þemavikur, íþróttadaga og allt það og kennum forfallakennslu í staðin ? NEI ég er ekki hræðilega mikið nörd og á mér ekki líf en þetta er bara eitthvað sem mér finnst skipta máli ! Og ef maður er svona rosalega spentur fyrir því að vera með í þemavikum og því öllu dæmi, afhverju má maður þá ekki bara ráða hvort maður sé með í því eða ekki og ef maður vill vera með er maður bara með yngri krökkunum ? Ég get ekki séð vandamálið við það !

Öll skítköst ekki vel þeigin og þetta er bara mín persónulega skoðun

Kær Kveðja
Nettopoki