EFN 303 fjallar um sýru-basahvörf, fellingahvörf og oxun-afoxun, ef ég man rétt. Þetta er eitthvað sem krefst smá skilnings og það er slatti af útreikningum.
EFN 313 er grunnáfangi í lífrænni efnafræði. Þ.e. að læra nafnakerfi alkana, alkena og fleiri einfaldra efna, einföld efnahvörf og kannski einhver lífefnafræði (mismunandi eftir skólum).
Ef þér finnst betra að læra utanað mæli ég með 313, annars mæli ég með 303. Reyndar er mun líklegra að þú græðir á að hafa tekið 303 heldur en 313, þú rekst miklu frekar á það í áframhaldandi námi …