Tíhí, ég þurfti ekki að mæta í sund í 8. 9. og 10. bekk.
…ÉG tók þau bara í 1. tímanum og fékk síðan að vera inni í 1. bekk að hjálpa litlu börnunum að lesa og skrifa á meðan allir hinir í bekknum voru í sundi.
Múhaahha, en þessi prócess var nokkuð formlega flókinn, þar sem ég þurfti fyrst að fá leyfi hjá sundkennaranum, síðan umsjónarkennara, þá skólastjóra, og að lokum fékk ég þríundirritað bréf frá fólki í mennamálaráðuneytinu og þar með talið menntamálaráðherra. …En já ég þurfti líka að fá staðfestingu hjá sundþjálfaranum á því að ég æfði svo og svo oft í viku.
…Þetta voru góðir tímar. Enda tók því varla að fara í þessa sundtíma, því við vorum að synda styttra í hverjum tíma, heldur en í upphitunni á æfingum. …og svo mátti ég alltaf bara fara í pottinn þegar ég var búin með þessar nokkru ferðir.
Bætt við 14. janúar 2010 - 17:48
…en nei. Það eru hverfandi líkur á því að þú þurfir að klára þetta fyrir menntaskóla. Það skiptir bara engu máli þar hvort þú ert syndur eða ekki.
Það er enginn tilgangur með lífinu ….það ert þú sjálf/ur sem skapar hann