Fyrstu viðureignir í Gettu betur 2010 fóru svona:
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti sigraði Fjölbrautaskóla Suðurnesja 22-20.
Borgarholtsskóli sigraði Flensborgarskólann í Hafnarfirði 20-13.
Menntaskólinn við Hamrahlíð sigraði Fjölbrautaskóla Snæfellinga 31-13.
Bætt við 11. janúar 2010 - 21:44
Vel að merkja:
Fjölbrautaskóli Suðurnesja náði 20 stigum, og er því efst á blaði yfir stigahæstu lið. Það dugir þó ekki, þar sem þátttökuskólarnir í ár eru 31, 1 situr hjá og hinir 30 keppa í 1. umferð, þar sem eingöngu sigurliðin fara áfram, og eru þá komin samtals 16 lið í 2. umferð. Því fær stigahæsta taplið ekki passa í 2. umferð í ár.