Ég veit að þetta er best að ræða við námsráðgjafa en ég var einmitt að koma frá honum þegar ég uppgötvaði þetta vandamál og það tekur örugglega svona 7 mánuði að fá tíma hjá honum aftur svo ég vil spyrja hér fyrst.

Ég er sem sagt að stefna á að útskrifast þessa önn. Ég er búinn með 121 einingu og þarf þá í raun aðeins að klára 19 til að útskrifast með 140 einingar. Hins vegar var ég skilinn eftir með 22 eininga stundatöflu, 15 einingar kjörsvið, 6 einingar val og 1 íþróttir (skylda).

Er mér ekki örugglega alveg óhætt að hætta í öðrum valáfanganum til að minnka við mig álagið?


Ég hef tekið 22 einingar einu sinni áður og vildi aldrei gera það aftur, meikaði það ekki.
Á Innu stendur að ég sé búinn með 99 af 98 einingar í kjarna, 15 af 30 kjörsvið og 7 af 12 í vali, en ég held að einn áfanginn sé vitlaust skráður, svo það er í raun 96 af 98 kjarna, 15 af 30 kjörsvið, 10 af 12 vali.

Ef ég sleppi öðrum valáfanganum þá er ég að taka 1 einingu í kjarna (íþróttirnar), 15 einingar í kjörsviði og 3 í vali og er þá eftir með:

97/98 kjarni (ein eining í íþróttum dettur út vegna þess að ég er að klára á 7 önnum en gert er ráð fyrir 8 anna námi)
30/30 kjörsvið
13/12 val (1 auka fyrir týndu kjarnaeininguna)

Svo ég spyr aftur:

Er mér ekki örugglega alveg óhætt að hætta í öðrum valáfanganum til að minnka við mig álagið?


Bætt við 7. janúar 2010 - 11:43
Ég geri mér grein fyrir að það er fínt að vera með 3 auka einingar til öryggis ef eitthvað skyldi ske, ég t.d. félli í einhverjum 1 áfanga eða eitthvað.

Hins vegar vil ég alls ekki vera að taka meira en ég þarf og ég tel líkurnar vera stjarnfræðilegar (<1%) að ég skuli falla í einhverjum áfanga. Ég hef tvisvar fengið 6 fyrir áfanga og eru það lægstu lokaeinkunnir mínar (báðir áfangarnir líka kind of utan minnar brautar, náttúrufræði og stærðfræði og ég er á félagsfræðabraut).

Seinustu tvær annir hef ég einungis fengið lokaeinkunnirnar 8 og 9, og í haust var aðeins ein 8, rest 9. Þarf ég virkilega að vera að taka einhverjar 3 varaeiningar ef mér finnst það óþarfi?