Fjölbrautaskólar á Íslandi eru yfirleitt þannig að um ræða áfangaskóla þar sem megináherslan er á ýmsar stúdentsbrautir og annað bóklegt nám, en einnig hægt að læra ýmiss konar starfsnám og jafnvel iðnnám við skólann.
Menntaskólar á Íslandi eru langflestir þannig að nær eingöngu er hægt að ljúka stúdentsprófum eða öðrum bóklegum brautum við skólann. Með einni meginundantekningu, sem er Menntskólinn á Ísafirði, en þar er hægt að stunda iðnnám við skólann.
Semsé, meginmunurinn er sá að almennt bjóða fjölbrautaskólarnir upp á fjölbreyttara nám en menntaskólarnir.
Bætt við 5. janúar 2010 - 13:16
Yfirleitt er það þannig með menntaskólana í Reykjavík að fá þarf þokkalegar einkunnir til að komast inn í þá. Fjölbrautaskólarnir gera ekki eins stífa kröfu á slíkt.
Það var þannig fyrir aldamótin að (margir) skólar á ákveðnu svæði létu nemendur af sínu svæði sitja í forgangi fyrir nemendum sem strangt til tekið tilheyrðu öðru skólasvæði. Þessu var breytt um aldamótin og nú eiga allir að eiga sama rétt til að geta valið þann skóla sem þeir hafa hug á (ef menn uppfylla einkunnaskilyrði).