Vandamálið tengist því hvort þú ert að fara að velja á milli skóla með áfangakerfi eða bekkjakerfi. Nokkrir menntaskólar, líkt og MH, eru með áfangakerfi, en MS og MR eru með bekkjakerfi.
Það er oft auðveldara að meta starfið í bekkjakerfisskólum inn í áfangaskóla. Ef þú myndir hins vegar sækja um í bekkjaskóla eftir að hafa lokið einhverju í áfangaskóla, þá gæti það kostað það að þú þurfir að byrja á byrjuninni.
Ég sjálfur var ekki við nám í bekkjaskóla heldur áfangaskólum, en þetta er það sem ég hef heyrt frá þeim sem reynt hafa að fara báðar leiðir.
Ef þú ert í vafa um námið sem þú vilt stunda til stúdentsprófs, þá myndi ég fremur kjósa áfangakerfið (þar sem fall í einstökum greinum hefur sjaldan áhrif á ferðina í öðrum áföngum) og hægt er að stilla hraðann á náminu mjög mikið eftir því hvað maður vill sjálfur. Eins og ég sagði áðan, þá var ég sjálfur í áfangaskóla og mæli frekar með því.
Ef þú ert hins vegar ágætur námsmaður og ert ágætlega ákveðinn, og vilt líka frekar stunda nám í 4 ár með sama fólkinu frekar en að blandast við ólíka nemendahópa, þá er bekkjarskóli málið fyrir þig. Hins vegar getur slæmt gengi í einni námsgrein orsakað það að þurfa að taka heilan bekk upp aftur.