Ég flutti til Bretlands í eitt ár, reyndar ekki sem skiptinemi, en fjölskylda mín flutti öll.
Þetta var mjög erfitt en mjög skemmtilegt um leið, og þvílík lífsreynsla. Í fyrstu var ég á móti þessu og vildi alls ekki fara og ég hélt líka að þetta yrði alveg eins og í byrjun skólaárs, átti enga vini, átti erfitt að tala hiklaust, og skildi ekkert í náminu. Ég hélt líka að ef ég færi, að þá myndi ég ekki eiga neina vini þegar að ég kæmi til baka. Þetta þótti mér mjög þungt og eyddi eiginlega öllum frímínútum á bókasafninu að lesa Harry Potter og fleira, dálítill loner. Það var samt alltaf skemmtilegast heima, þar var bara þægilegt að vera og svona, systir pabba míns átti heima líka í næstu götu, var í háskólanámi var búin með 1 ár og átti eftir tvö, svo að það var stutt að hlaupa á milli. En við fórum einnig mikið í bíltúra og fórum t.d. til London, Stonehedge og fleirri staða. Það var samt verst hvað það var stuttur tími heima, komum nefnilega heim um fjögur leytið hvern einasta dag
Það var samt erfiðast eftir að við fórum heim um jólin, var með þvílíka heimþrá og saknaði allra heima. En í svona febrúar þá fór allt á uppleið, eignaðist góða vini, og tveir af þeim komu til Íslands til að heimsækja mig. Þetta var nokkuð stór hópur sem að eiginlega tóku mig inn. Ég hafði ekki hitt þá vegna þess að árgangnum var skipt í sex hópa eftir sex lærisveinum Jesús (var kristinn skóli)Mark og Peter og svona. Ég var í tímum með hinum þrem hópunum sem að þeir voru ekki í. En allaveganna þá kölluðu þeir sig I.U.I.K. (Idiots Under The Influence of Kick (kick var svona cheap euroshopper orkudrykkur)) Þeir gerðu fullt af svona myndböndum með þeim að flippa
http://www.youtube.com/watch?v=Yr0BbOR4XYI heiti valli btw, þetta var afmælið mitt og eins annars stráks.
En allaveganna, ég hafði bara góða reynslu af þessu og núna þegar ég lýt á þetta er eins og ég hafði aldrei farið í burt, og átti alla vini mína ennþá ;)
Vona að ég hafi hjálpað eitthvað :D