Sæl Gabbulgabb.
Ég er ekki bakaramenntaður en á konu sem er í svipuðu námi og get svarað örfáum spurningum:
1. Menntaskólinn í Kópavogi hefur boðið upp á grunnbraut matvælagreina (sem er undirstaða m.a. bakaraiðnar) og tekur námið a.m.k. 2 annir (ef að þú ert að byrja í framhaldsskóla).
Hér er tengill inn á námslýsingu á brautinni í MK.
Eftir grunnbraut matvælagreina tekur við a.m.k. 1 ár á samningi hjá bakarameistara.
Eftir fyrri starfstímann hjá meistara er síðan kominn tími á aðrar 2 annir í MK í sérnámi bakara. Heildarnámsbrautin fyrir bakarann og grunnbrautina er
hér.
Eftir sérnámið tekur síðan restin af starfsnáminu við, en starfsnámið er samtals 126 vikur áður en hægt er að skrá sig í sveinspróf.
2.Til að komast í starfsþjálfun þarftu að tala við bakaríin eða einstaka bakarameistara, einnig getur brautarstjóri námsins í MK hjálpað þar til. Best er að spyrja ættingja hvort einhver sem þau þekkja sé að vinna í bakaríi (bónus ef einhver þekkir bakarameistara) og koma tengslum á þá leiðina. Annars er best að hafa samband við bakaríin og biðja um að tala við bakarameistarann/meistarana á staðnum um það hvort þeir eigi laus nemapláss á næstunni.
3.Yfirleitt er vaninn að starfsþjálfunarnemar og starfsfólk skaffi sér far sjálft á vinnustað, með örfáum undartekningum. Stundum bjóða þó vinnustaðirnir upp á far til og frá vinnu, en þeim ber ekki skylda til þess frekar en þeir vilja. Það er kannski hægt að ná samkomulagi við vinnustaðinn um þau mál, annars þarftu eins og þú segir að kaupa þér “druslu” eða taka strætó (mæli með því seinna ef þú getur þar sem tryggingar og bensín er orðið dýrt).
Annars mæli ég með því að þú talir við námsráðgjafa í Menntaskólanum í Kópavogi um þessi mál, og það fyrr heldur en seinna. Þau eru hæfust til að ræða við um þessi mál.
Bestu kveðjur og vonandi hjálpaði þetta þér.