Bíddu, bíddu, hafa Árni Kristjáns og Árni Grétar, sem komu í stað Odds og Gunnars, keppt einhvern tímann áður fyrir hönd VÍ? Þetta þarf ekki að hafa verið sérstök “tilraun” þó að það hafi verið tveir nýliðar í liðinu - ég efast reyndar um að það hafi verið nokkurra annarra kosta völ, það er ekki svo mikið af óútskrifuðum Verzlingum með langa reynslu af Morfís að baki. Þeir hljóta að hafa valið sína hæfustu menn, að eigin mati, en það mat hefur bara breyst á milli keppna.
Svo skal ég segja þér, þar sem ég veit að þú ert MH-ingur, að VÍ-MR er ekkert grín - það er enginn vettvangur fyrir tilraunir. Ég veit ekki hvort þú hefur heyrt talað um hina svokölluðu “þrennu”, en hún samanstendur af sigri í Morfís, Gettu betur og MR-VÍ deginum á einu og sama skólaárinu (og er þ.a.l. aðeins höfð í hávegum innan MR og VÍ). Þessir þrír titlar eru allir mikils metnir og ég held að sigur á VÍ-MR sé hreinlega jafnmerkilegur í augum nemenda skólanna og í hinum keppnunum.
Í vissum skilningi er lífið allt svo sem tilraun …