„Frakkar hafa verið í fararbroddi menningarþjóða heims og vísað þannig veginn. Það er enginn
oflátungsháttur að segja að Frakkar hafa í vitund annarra þjóða verið sjálf menningin holdi klædd. …
Á öldum áður voru Frakkar kallaðir hermenn Guðs. Hvað sem því líður stendur landið í fararbroddi
þjóða heims. … Frakkland er best í stakk búið allra landa Evrópu og það á í vændum glæstari sögu en
nokkurt annað ríki álfunnar.“
„Þótt Atlas beri heiminn tryggilega á herðum sér stendur þýska þjóðin enn traustari fótum á grunni
hers síns og flota. Þýskaland er frjálst og voldugt og veldi þess mun vara að eilífu. Það mun áfram
blómgast undir stjórn Vilhjálms hvort sem friður og velferð verða hlutskipti þess eða sigursæl
styrjöld þarf þar til að koma …
Lokaátökin um skiptingu heimsgæðanna standa fyrir dyrum. Enn er óráðið hvort þau ráðast í
vopnuðum átökum eða í samkeppni án blóðsúthellinga. Hvort heldur verður má enginn liggja á liði
sínu. Allir verða að þenja hverja taug til hins ýtrasta og úthella sínum síðasta blóðdropa ef okkur á að
takast að halda hlut okkar gagnvart stórþjóðunum sem eru næstu nágrannar okkar.“
Hver er munurinn á þessari sögukennslu og á sögukennslu á okkar tímum?
Every song has an ending, but is that any reason not to enjoy the music?