Þó ég sé sjálf frekar þreytt á hrokafullum MR-ingum sem eiga ekki efni á eigin egói þá verð ég bara að segja að mér þykir þú nú frekar hlutdrægur í þessu máli…
Staðreyndin er nú bara sú að það þarf langt í frá hæstu einkunnirnar til að komast inn í MR og þetta er ekki eintómt samansafn af nördum. Andrúmsloftið er vissulega nördalegra en gengur og gerist og fólk þar virðist sameinast um að hlæja af “bara í MR” bröndurum um ljósröfun og þyngdarafl og hvaðeina… En margir eru jafnvel bara að þykjast vera nördar því það er kúl í MR. Fullt af gáfuðu fólki þarna, sure, en það er líka slatti af fólki úr grunnskólum sem einfaldlega “eru í nágrenninu” og fullt af fólki sem á ekkert auðvelt með námið þarna - og það er góð kennsla þarna þó þú haldir öðru fram. Kennarar eru auðvitað mjög mismunandi en þeir kenna eftir bestu getu og 2x í viku eru til að mynda aukatímar í stærðfræði, efnafræði og öðrum eins greinum auk þess sem einkakennarar sem voru áður í MR eru vel auglýstir innan skólans.
Það er eins og ég segi algengur misskilningur af þetta séu allt lopapeysulúðar sem finnst ekkert skemmtilegra en að diffra í frístundum - það er gríðarlega mismunandi fólk þarna en það er kannski á undanhaldi að krakkar reyni að vera kúl með því að ganga um í hiphop fötum og lenda í slag við hvert tækifæri (sem betur fer). Hins vegar held ég að þetta sé eins og í öllum öðrum skólum, það eru fáeinir egóistar, tónlistarmenn, íþróttaáhugamenn, krakkar sem nenna ekki að læra, krakkar sem vilja bara reykja og djamma, krakkar sem læra heima 4 tíma á dag eins og þú nefndir en aðrir komast upp með að gera það ekki…
Hvað varðar álagið í MR og þann háskólaundirbúning sem fylgir því þá þykir mér það (persónulega) vera af hinu góða en ég skil gríðarlega vel að það sæki ekki allir í þetta. Ég skal alveg viðurkenna það fyrir þér að ég lít á skólann sem erfiðari en marga aðra fjölbrautarskóla og að krakkarnir sem útskrifast úr honum búa margir hverjir (EKKI allir) yfir meiri vitneskju en fjölbrautaskólakrakkar. Þetta myndi ég segja að væri fyrst og fremst út af stúdentsprófunum sem við tökum í lok skólagöngu - tilneydd rifjum við upp efni síðustu fjögurra ára og það festist þar af leiðandi betur inni en hjá þeim sem taka einn áfanga á einni önn, klára hann alveg og gleyma honum svo. Aðrir skólar eins og Verzlunarskólinn falla jú auðvitað líka í þann hóp - enda er ég ekki einn af þeim MR-ingum sem er sannfærður um að þeir séu allir heimskir og leiðinlegir og þegar á heildina er litið eitthvað öðruvísi en við sjálf…Samt ber auðvitað að athuga það að jólapróf fjölbrautaskóla valda kannski meira stressi prófin í MR því maður getur faktískt séð fallið á þeim en ekki í MR - þú þarft einfaldlega að ná hærri einkunn á vorprófi ef þú drullar upp á bak í jólaprófunum. Á móti kemur þó að ef þú fellur á prófi í kjarnagrein í MR þarftu að endurtaka árið en ekki áfangann.
Ég ítreka að fólkið í þessum skóla (sem og öðrum) er gríðarlega mismunandi. Ég er með krökkum í bekk sem sóttu þangað einungis til að taka þátt í öflugu félagslífi, ég er líka með nördum í bekk sem hafa virkilegan áhuga á að læra sem mest þeir geta og svo er ég með öðrum í bekk sem fóru bara þangað því “pabbi þeirra fór þangað” eða “þau eiga heima rétt hjá” og sum þeirra standa sig vel og önnur þurfa að leggja meira á sig - það á t.d. við um þá sem lesblindir eru. Og meðan ég man, prófin eru vissulega erfið en ekki gerð til að falla, það eru bara gerðar alvörukröfum og vissulega á það að vera en þú þarft líka að athuga það að þú þarft að fá 3,5 til að falla (námundað upp í 4) og það er auðvitað gífurlega lítið…
Að mínu mati undirbýr MR þig betur undir háskólanám en aðrir skólar og ég fór í þann skóla því ég hef gaman af krefjandi námi, mér finnst gaman að læra, ég sé tilgang í því, ég sé tilgang í öllum þessum sönnunum í stærðfræði sem ÞARF að læra utan að til þess að ná grunninum í stærðfræðinni og skilja hana. Mér finnst gaman að kunna viðurstyggilega mikið í sögu og mér finnst betra að fara enn betur í efnafræði og líffræði en mér skilst að sé gert í öðrum skólum til þess eins að skilja hana betur. Hins vegar er ekkert vit í því fyrir krakka sem ætla bara að ná stúdentinum og eru ekki að því til neins annars en að vera með “stúdentspróf” að fara í MR… Það myndi auðvitað gera þeim gott en ég lít engan veginn niður á fólk í öðrum skólum sem einhverja heimskingja - það hefur bara aðrar áherslur í lífinu, vill skemmta sér meira og hafa tíma fyrir annað eins og t.d. tónlistarnám og íþróttir og einfaldlega meira en kannski gefst tími til í MR.
Reyndu að bera virðingu fyrir því sjálfur að fólk er mismunandi, jafnt innan MR sem utan og það eru ekki allir nördar og lúðar þó þeir vilji læra - rétt eins og það eru ekki allir heimskingjar og aular þó þeir vilji gera eitthvað annað og sæki þar af leiðandi í aðra skóla.
Es. Afsakaðu langlokuna.