Verð að vera sammála, varð stúdent af félagsfræðibraut fyrir nokkrum árum og beið nokkuð lengi eftir því að fara í háskóla, það er gagnslaus pappír nema að þú ætlir í háskóla, það veitir þér enga fyrirgreiðslu eða hærri laun, það eina sem mér mögulega gæti dottið í hug er það að ef þú ætlar að fá há laun fyrir eitthvað sem þú þarft ekki að læra í háskóla, þá ættirðu að vilja iðngrein eins og rafvirkjun, smíðar, etc. Er sjálfur í rafvirkjun núna og það sparar mér helling af áföngum að vera búinn með stúdentinn.