Ef að þú nærð ekki nógum góðum einkunnum t.d. í íslensku og stærðfræði þarftu að taka ca. 1 ár á almennri braut til að vinna upp þekkingu í þessum greinum.
Segjum hins vegar að þú náir það góðum einkunnum í íslensku og stærðfræði, og kæmist beint á iðnbraut, þá ferðu í eina önn á braut sem heitir Grunnbraut bygginga- og mannvirkjagreina, en hún er grunnbraut fyrir húsasmiði, húsgagnasmiði, málun, múrsmíði, pípulögnum og veggfóðrun. Á þeirri braut tekurðu 1 áfanga í teiknun, 1 áfanga í efnisfræði, 1 áfanga í verktækni (lærir smávegis um allar greinarnar sem að grunnbrautin byggist á) og 1 áfanga í öryggisfræði. Auk þess tekurðu einhverjar bóklegar einingar.
Þú segist vilja læra húsasmíði (trésmíði). Eftir grunnbrautina ertu 4 annir í skóla að læra hinar ýmsu greinar sem tengjast húsasmíði auk þess sem þú ert að læra smávegis í almennum greinum eins og íslensku, ensku, dönsku, stærðfræði, lífsleikni og íþróttum.
Auk þess að vera í skólanum þarftu að taka 72 vikur á samningi hjá húsasmíðameistara.
Semsagt: ef að þú þarft að taka almennu brautina, þá tekur það 5 ár að verða húsasmiður, annars 4 ár.Hérna er linkur á brautarlýsingu á húsasmíðabrautinni eins og hún er kennd á Akureyri.
bestu kveðjur.