Ég er í Kvennó og eins og einhver sagði er fyrsta árið bara svipað og í grunnskóla. Við þurfum reyndar að fara upp í KR húsið því það er ekki leikfimissalur í skólanum, en ég er t.d. í rúman klukkutíma einu sinni í viku og við gerum bara allt sem maður kannast við sko, nema við höfum aldrei farið í píptest og ég held það sé ekkert í Kvennó allavega. Við förum í próf í útihlaupi tvisvar á önn og einu sinni í liðleika-og armbeygjupróf. Svo erum við með bók (Þjálfun-Heilsa-Vellíðan) og fórum í skriflegt próf úr henni þrisvar á önn, en það er skítlétt, lesum ekki meira en 10 bls. fyrir hvert próf og mjög auðvelt efni.
Í öðrum bekk getur maður farið í World Class svo í tækjasal, en er ekki eins frjálst og í 3.-4.bekk. Þá getur maður valið um að fara í svona tæki eða í sund, og þá er það alveg frjálst sund sko, það er enginn kennari að fylgjast með þér og þannig eins og í grunnskóla. Þú þarft bara að skrá þig inn og fara svo bara eftir e-n tíma. Systir mín gerði það alltaf og synti svolítið en var líka bara að slappa af.
Og já, strákar og stelpur eru ekki saman:) Ég er rosa léleg í íþróttum líka, ég hef rosa lítið úthald og verð þreytt efitr að hlaupa bara pínu sko og gera 5 armbeygjur, svo þú ert ekki ein/nn! :D