Það er auðveldara að komast inn í iðnskólana vegna þess að samfélagið dælir þeirri sáru ranghugmynd í ungt fólk að það sé betra, fallegra og skemmtilegra að vera bóknámsmenntaður. Aðsókn í bóknámsskóla rýkur upp sem verður til þess að ‘verri’ nemendur, hvort sem það séu metnaðarlaus gerpi eða fólk sem reynir sitt ýtrasta og er þrátt fyrir það einfaldlega ekki með það, hafa um mikið minna að velja. Þetta verður svo að vítahringi þar sem ‘hinir’ skólarnir fá á sig slæmt orð, dautt félagslíf eða leiðinlegt fólk, og verða einfaldlega ekki mjög spennandi áfangastaðir fyrir ungt fólk sem vil svo læra það sem þeir hafa upp á að bjóða.
Ég sótti um í MH því ég vissi að það væri góður skóli sem bauð upp á ýmislegt sem ég vildi læra og líka því að ég vissi að ‘elítan’ væri þarna, líklega sömu ástæður og flestir aðrir hafa sem velja einn af þessum ‘fjóru góðu’ skólum. Ég komst inn, gott fyrir mig, ekki svo gott fyrir allt hitt fólkið sem sótti um en hafði aðeins of lágar einkunnir (aðsóknin í MH er geðveik, skólinn er með 1200 nemendur í dagskóla eða tvöfalt það sem hann er byggður til að halda og þrátt fyrir það varð hann að hafna hundruðum nemenda sem hafði hann í fyrsta vali - svipuð saga með Verzló og MR).
Er þetta fokked? Jább, breytir því ekki að þetta er svona.