Til skýringar nota ég ^ sem veldistákn, þe. x^2 er x í öðru veldi.
Upplýsingar sem þú hefur:
f(x) sker bæði (0,0) og (-1,3).
Snertill við f(0) sker bæði (0,0) og (-1,3), þe. hallatala hans er (-3), svo f'(0)= -3
Diffrar fallið:
f(x)= x^4 + x^3 + ax^2 + bx
f'(x)= 4x^3 + 3x^2 +2ax + b
Og skoðar f'(0)=-3
f'(0) = -3 = 0+0+0+b
Svo b= -3
Þá hefur: f(x)= x^4 + x^3 + ax^2 -3x
og að f(-1)=3 (f sker (-1,3))
f(-1)= (-1)^4 + (-1)^3 + a(-1)^2 -3(-1) = 3
1 + (-1) + a +3 = 3
a=0
Lausn: a=0, b=-3. Þessa niðurstöðu má nokkurnveginn staðfesta með því að teikna fallið upp í tölvu (mæli með forritun grapher ef þú ert á mac, getur einnig skoðað d/dx og d^2/dx^2 ofl.
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“